Trinadown under

fimmtudagur, september 01, 2005

Hlakka til sumars

Hlakka til að sumarið renni í hlað. Það styttist í það, byrjar í september segja þeir. Ég sé líka að það er farið að fjölga pöddum, er farin að fremja fjöldamorð með handryksugunni. Annars var ég búin að plana að fara að læra að kafa og og fleira stuð. Líst ekki á blikuna þar sem hákarl át einn kafara um daginn og svo át krókódíll veiðimann um daginn. Maður má víst ekki vera með hendurnar út fyrir bátinn í þessum ám, þá kemur bara krókódíll og grípur í mann. Eiginkona mannsins sem var étinn er víst búin að ráða veiðimenn til að drepa krókódílinn, veit ekki alveg hvernig þau ætla að þekkja þennan krókódíl frá hinum. Ætli það verði ekki líka gefið út veiðileyfi á þennan hákarl, eins og þann sem reif fótinn af einum hér í Perth. Ástralir tala bara um að þetta sé bara ein af hættum lífsins, maður getur lent í bílslysi eða verið étinn að hákarli. Ég vel bílslysið frekar en þennan kjaft



Annars er ég farin að upplifa smá menningarsjokk, ástralir eru skrítnir. Þeir dressa sig upp og fara á barinn að djamma á sunnudögum og hætta um kvöldmat. Það má keyra hér ef maður drekkur bara einn bjór á klukkutíma, sem leiðir til þess að allir keyra fullir. Svo má maður eiga hass, svo það reykja allir hass og rækta það jafnvel heima hjá sér. Á djamminu er maður iðulega spurður hvort maður vilji hass eða sé að selja hass. Eins og ég líti út fyrir að verða dópsali. Að eiga rottu sem gæludýr er mjög vinsælt, ein stelpa með mér í bekk er með fullt af myndum af rottunum sínum í símanum sínum og finnst þær svo sætar.
Ég er hætt að spyrja hvernig fólk hafi það í búðum, því þá fæ ég bara ævisögu eða í smáatriðum hvað fólk sé búið að gera yfir daginn og festist við afgreiðslu kassan og kemst ekki út úr búðinni. Afgreiðslu fólk í búðum talar endalaust við mann og er alltaf svo glatt. Sumir spyrja mann hvað ég ætla að gera í dag eða hvað ég gerði í gær. Kannski er ég í leynilegum erindagjörðum og get ekkert verið að ræða þetta.
Um síðustu helgi fór ég á syðsta stað hnattarins sem ég hef komið á. Hef aldrei farið svona sunnarlega á hnettinum áður. Mér fannst þetta merkileg stund. Strákarnir voru að keppa í fótbolta í bæ hér sunnan við Perth. Þar býr fólk í risahúsum með bryggju í bakgarðinum fyrir bátinn sinn. Huggulegt.
Áslaug systir komst annars í hann krappan. Þessi krókódíll var nærri búin að ná henni um daginn, sem betur fór tókst Áslaugu að dúndra í punginn á honum, annars hefði ég þurft að ráða veiðimenn til að hunt him down

Cheers

15 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home