Trinadown under

þriðjudagur, september 06, 2005

Leiguforeldrar


Það styttist í að við Grétar verðum leiguforeldrar . Áslaug og Thor eru að fara til Hong Kong í viku og barnið verður skilið eftir hjá okkur. Litli Thor er orðin 2 ára ákveðinn ungur drengur (enda er hann Naut). Við erum ákveðin í að vera strangir og ábyrgir foreldrar í þessa viku, en ég er ansi hrædd um að þetta eigi eftir að enda í miklu magni af nammi, ís, bíoferðum, ferðum í dýragarða, siglingar og hvað sem Litla Thor dettur í hug að biðja um. Annars er ég farin að hugsa um að þrífa allt hátt og lágt þar sem ég fæ ókeypis heimilishjálp í viku.
Svo verður maður orðin fín frú á jeppa þar sem bjallan góða er kannski ekki fyrir barnabílstóla. Svo vil ég náttúrulega ekki að barnið drulli út eða klíni nammi og ís í drossíuna.
Annars held ég að þetta verði lærdómsrík vika fyrir okkur öll.





Annars er lítið að frétta af okkur hér downunder. Við lærum eiginlega bara út í eitt, maður þarf víst að fara í próf og skila óskiljanlegum verkefnum. Ég skil ekki af hverju ég lét ekki bara æskudraum minn rætast og varð bakarís kona í stað þess að standa í þessu. Þá gæti ég bara verið núna í vinnunni að háma í mig bakkelsi.
Ég var að setja inn myndir í albúmið. Þetta eru myndir af húsinu og bílnum, City to surf hlaupinu sem við systurnar mættum galvaskar í og fengum medalíu og einhverju fleiru.

Cheers

leigumóðirin



7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home