Trinadown under

fimmtudagur, september 22, 2005

Út og Suður

Mikið sem það gladdi mig þegar ég uppgötvaði að hægt er að horfa á stórvin minn Gísla Einarson í Út og suður á ný. Til mikillar lukku bilaði sjónvarpið hér á Littlu Brownstreet, svo ég fór að forvitnast um hvað væri í þessum íslensku netsjónvörpum, og viti menn var þá ekki Gísli á dagskrá á ný. Hann Gísli kallar sko ekki allt ömmu sína og ferðast landshorna á milli og heilsar upp á forvitnilegt fólk eins og Aðalheiði Eysteinsdóttur, sem býr í félagsheimilinu Freyjulundi í Arnarneshreppi, eða Sigurjón Skarphéðinsson hrossabónda sem segist eiga nóg af hrossum að Skagfirskummælikvarða. Held ég nú að heimþráin eigi eftir að banka seint að dyrum svo lengi sem ég hef Gísla minn og vini hans.
Annars er tími leiguforeldrana lokið og verð ég nú að segja að við höfum staðið okkur með sóma. Barnið fékk ekkert sælgæti eða óhollustu. Það var bara fiskur í matinn og mjólk drukkinn með. Við ákváðum að dekra frekar við hann með því að fara með hann í dýragarðinn, í bío, niður að á og út að leika í leiktækjunum í parkinum. Þetta gekk allt vel og held ég meira að segja að hann sakni þess bara að hafa okkur ekki hjá sér (höfum það þannig). Við ætlum nú samt að bíða í nokkur ár í viðbót með að drita niður börnum. Að vakna klukkan 6 hvern morgun á ekki alveg við okkur í augnablikinu.
Við Grétar fengum svo sitthvoran LaCoste bolinn frá Hong Kong svo nú getum við verið gosuð í stíl.
Cheers

5 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home