Trinadown under

þriðjudagur, september 27, 2005

West Coast Eagles Töpuðu

Á Laugardaginn kepptu West Coast Eagles (frá Perth) og Sydney Swans í úrslita leik í AFL.
Hér í Perth varð allt vitlaust. Það var ekki bíll á götunum, flestar búðir lokuðu og allir barir voru stappaðir. Drykkjan byrjaði klukkan 10 um morgun og stóð fólk eins og sardínur í dós á barnum. Grétar, Thor og Óli fóru á bar í Leaderville í West Coast Eagles treyjum. Þar voru um 2000 manns inn á barnum og stóðu strákarnir með krikan á næstu mönnum í andlitinu. því miður tapaði Perth með aðeins 4 stiga mun. Eftir leikinn lagðist sorg yfir borgina sumir voru eftir grátandi á barnum að drekkja sorgum sínum á meðan aðrir fóru heim og drápust uppi í rúmi.

Þar sem sjórinn er farin að hlýna fannst mér tilvalið að fara að festa kaup á brimbretti og skella mér út á Scarborough beach og læra að surfa. En eftir að ég sá þessa frétt þá ætla ég að hugsa mig aðeins um
A surfer fought off a shark by punching it in the face and escaped unhurt from the encounter at Scarborough beach on friday morning. Brad Satchell was surfing about 120 meters off the coast when a one meter shark swam straight to him.
Svo tveimur dögum seinna sá ég þetta
Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra hvítháfur hremmdi ástralskan brimbretta kappa, Josh Berrish að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástraliu. Hákarlinn læsti tönnunum í Josh, sem barðist um á hæl og hnakka, en skömmu síðar komu vinir hans og náðu að draga hann á land.
Allir Ástralir segja að það sé svo sjaldgæft að maður lendi í hákarli ef maður er að surfa. En bara síðan að ég kom hingað hafa þrír látist og fjórir lent í stimpingum við hákarla en sloppið lifandi.
Ég veit ekki hversu góð ég er að slást við hákarla svo ég held ég ætli að hugsa mig aðeins betur um áður en ég skelli mér út í þessa hákarla laug.
Cheers Posted by Picasa

10 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home