Trinadown under

föstudagur, október 07, 2005

Hákarla stuð

Já þessir hákarlar virðast leggja mikið á sig til þess að koma hingað til Ástralíu og reyna að éta okkur. Þessi hákarl heitir Nicole (eftir Nicole Kidman, sem er mikil hetja hér í Ástralíu). Nicole synti alla leið frá Suður Afríku til Ástralíu.
Nicole er um 4 metrar og synti frá Suður Afríku til Ástralíu og til baka! Leiðin sem hún synti frá Suður Afríku til Ástralíu er 11. 100 km og fór hún þetta á 99 dögum. Alls var þetta því 22. ooo km sem hún synti og er þetta nýtt met þar sem þetta er það hraðasta sund sem mælt hefur verið hjá sjávardýri. Pant ekki hitta Nicole á Scarboroughbeach því ég er nokkuð viss um að ég geti ekki unnið hana í boxi.

Annars var Perth í fimmta sæti yfir bestu borgir til að búa í, í heiminum. Af 10 bestu borgunum voru 4 í Ástralíu. Og í annarri könnunn voru Ástralir sagðir vera ánægðasta fólkið í heiminum. Það er greinilegt að maður er engin afglapi að koma hingað í nám :)
Cheers mate

14 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home