Trinadown under

sunnudagur, október 16, 2005

Draumur okkar beggja, draumur okkar beggja ...


Þá er draumi okkar beggja um að eiga bjöllu lokið. Við þurftum að selja góðvin okkar og fararskjóta.
Bjallan fína sem við öll dýrkuðum og dáðum, bilaði.
Eftir þrjá yndislega mánuði á götum Perth í Vestur Ástralíu bilaði okkar ástkæra bjalla og sáum við okkur ekki fært að gera við hana þar sem það kostaði tvöfalt meira en við keyptum hana á.
En við fundum gott heimili fyrir vin okkar hjá ungum bifvélavirkja sem lofaði mér að hugsa vel um elskuna og stjana við hann.

Ég tók mig þó saman í andlitinu á endanum og festi kaup á gömlu hjóli og hjóla nú um borgina.
Ég keypti þetta gæða hjól Indi 500, af gamalli konu á 1250 íslenskar krónur.
Annars er ekki slæmt að ferðast bara um á hjóli því hér er sumarið loksins að bresta á og var 27 stiga hiti í gær. Spáin er svo góð næstu viku eða yfir 20 gráður alla vikuna. Nú er loksins komið að því að maður fari að skella sér niður á strönd og út í sjóinn. Ég er orðin aðeins öruggari með að fara að surfa þar sem strandverðirnir hér hugsa vel um mann og flugvélar fljúga yfir ströndinni til að fylgjast með því hvort það séu nokkuð hákarlar að þvælast þarna um. Í fyrradag voru 100 manns reknir upp úr sjónum á Cottesloe ströndinni, vegna þess að einhver sjómaður sá 3 metra stóran hákarl vera að þvælast við ströndina. Ég held ég myndi nú bara missa þvag ef ég myndi vera að svamla í sjónum og Mich Buccanon kæmi og segði mér að koma mér upp úr sjónum, því það væri 3 metra langur hákarl að koma og borða mig. En það er gott að maður sé allavega varaður við.
Svo fer að koma að því að ég fari að finna nýtt net albúm og setja inn myndir.
Cheers

11 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home