Trinadown under

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Air Race






Fórum á Air race í South Perth í 28 stiga hita, með rúmlega 200 000 manns. Mér finnst alltaf svo gaman að bera saman svona fjöldasamkomur við Ísland og sjá svipina á Áströlunum, þegar ég segji þeim að við séum bara 300 000.
Það vann einhver frá Ungverjalandi flugkeppnina, eða það held ég og ástralinn flaug á eina súluna. Annars hætti ég að horfa eftir fyrstu lotu þar sem ég sé ekki hvort ástralinn hafi verið 3 sekúndum á undan bretanum eða ekki. Fékk mér bara bjór og slúðraði í staðinn. En þetta er sniðug leið til að verja sunnudegi í sólinni. Hitti sturluð hjón sem eiga átta börn og eru búin að búa í húsbíl í 5 ár að keyra um Ástralíu. Maðurinn var ansi töff ber að ofan í leðurvesti og Krókódíla Dundee hatt. Pant vera sá sem fær að losa klósett tankinn í húsbílnum.
En jæja verð að halda áfram í gleðinni, má engan tíma missa á aðeins viku eftir í Perth.

36 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home