Trinadown under

sunnudagur, september 17, 2006

Freo Freo Freo





Fórum á Freo Dockers-Melbourne Demons það voru 42 505 manns á leiknum og var hann ekkert smá spennandi frá byrjun til enda. Það suðaði í eyrunum á mér eftir leikinn enda voru held ég bara allir þessir 42 505 manns öskrandi næstum allan leikinn. Var þetta líka sögulegur leikur þar sem Freo Dockers hafa aldrei komist svona langt. Fannst okkur mjög fyndið að það voru helmingi fleiri á þessum eina leik en búa á eyjunni sem Kristian og Katrine eru frá í Noregi. West Coast Eagles unnu svo sinn leik daginn eftir og eru því bæði liðin frá Vestur ströndinni komin áfram svo ég verð að fara að kaupa mér einhverja boli eða trefla til að styðja mín menn. Verst að Freo búiningarnir eru fjólubláir og læt ekki sjá mig í fjólubláu.
Annars eru sumir bara að fara útskrifast í Þriðjudaginn og fæ ég að klæðast svona Harry Potter búningi við athöfnina. En mun fjalla meira um það síðar svo veriði sæl.

12 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home