Trinadown under

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

I still call Australia home

Jæja þá erum við komin á leiðarenda, alla leið til Ástralíu. Þetta voru ansi mörg flug en það er nú alltaf huggulegt að ferðast með Qatar Air og Qantas, því nú er ég búin að sjá flestar af þessum nýju bíómyndum og þarf ekki að hanga út á vidoleigum. Sérstaklega þar með Qantas þar sem tilhlökkunin eftir að heyra lagið I still call Australia home eftir lendingu var mikil, en þetta fór svolítið út í öfgar þegar þeir voru farnir að spila lagið í sjötta sinn.
Við stoppuðum í eina nótt í London, 6 klukkutíma í Qatar, tvo daga í Hong Kong og svo komum við loksins heim. En við græddum einn dag á leiðinni út af tímamismuninum svo þetta var bara allt í fínasta lagi. Það var geggjað í Hong Kong og er ég að sannfærast meira og meira um að ég sé Asíubúi fastur í hvítum líkama. Mér líkar svo vel við Asíska siði og fólkið. Svo var ég ekki að hata það að labba um götur og vera meðalhá og horfa yfir svarta kolla. Luke tók agalega vel á móti okkur og fór með okkur á local veitingastaði og sýndi okkur bestu staðina og göturnar. Luke kenndi okkur smá kínversku svo við Óli og Grétar vorum óspör að slá um okkur kínverskunni. Við skyldum ekki í því afhverju það fóru bara allir að hlæja þegar við vorum agalega kurteis að tala kínversku. Svo sagði Luke okkur seinna að kínverska væri mjög flókin og að til dæmis kjúklingur og "farðu úr fötunum" er sama orðið bara með mismunandi tónum, svo ég veit ekkert hvaða tóna við vorum að nota eða hvað við vorum að segja við fólkið. Ég gæti sko alveg hugsað mér að flytja bara til Hong Kong í nokkur ár, þarf bara að læra kínversku fyrst.
Hér í Perth er svo bara rjómaveður og vantar sárlega rigningu, held að Ísland og Ástralía ættu að skipta í smá stund um veðurfar. Hér er bara búið að vera sól og um 20 stig. Ástralarnir kvarta og kvarta yfir veðrinu á meðan við íslendingarnir göngum bara um á bolnum með bros á vör.
Annars er ég búin að vera niður á Útlendingareftirliti hér að reyna að ná mér í visa með vinnuleyfi, þeir vildu fá sönnun fyrir því að ég og Grétar værum í alvöru par en ekki bara meðleigendur. Ég var farin að örvænta og ætlaði að fara að feika trúlofunar tilkynningu í The West og kaupa hringa, þegar þau loksins samþykktu blaðrið í mér og létu mig fá visa. Svo ég byrja að vinna næsta Miðvikudag í nýju vinnunni minni fyrir Extra Edge Service.
Það verður því að taka vel á því um helgina svona á meðan maður er enn atvinnulaus og verður byrjað á því að halda matarboð og skella sér svo í árlegt norsara partý, sem þýðir hundruðu skandinava og almenn blekun, svo á laugardag verður skellt sér á stand up show og póker og svo á sunnudaginn er auðvitað aðaldagurinn afmælisdagurinn þar sem ég verð 25 á ný. Þá verður kannski skellt sér á sunday session og svo Youth group tónleika um kvöldið. Það er eins gott að njóta þess að vera atvinnulaus þar til þrælkunin hefst.
En jæja þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni, veriði sæl

13 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home