Trinadown under

laugardagur, apríl 01, 2006

Við erum heppin


Við erum heppin við Grétar, við erum núna á síðustu dögum búin að fá tvo pakka frá Íslandi og í báðum voru Páskaegg!!!! Ég var búin að eyða miklum tíma í Woolworths hér um daginn að skoða þessi útlensku páskaegg og átti mjög erfitt með að velja, en nú þarf ég ekki að hugsa um það meir. Svo fengum við líka íslensk blöð svo nú getum við komið okkur inn í slúðrið áður en við förum heim. Já góðir gestir örninn lendir í júlí. Við komum heim í mánaðarheimsókn í júlí þar sem bróðir minn er að fara að gifta sig. Og verður þar með árið 2006 ár sumarsins fyrir mér, þar sem ég mun aðeins upplifa sumar það árið.

Annars er hér annar Cyclone farin af stað og er þessi að gera allt tryllt hér í Vestur Ástralíu. Við hér í Perth verðum þó ekki mikið var við hann, nema að við fáum smá rigningu, sem er nú bara kósí. Þetta sýnir nú bara hvað Ástralíu er ógeðslega stór, brjálaður Cyclone hér í Vestur Ástralíu og við verðum eiginlega ekki einu sinni var við hann. Smá dæmisaga um sem sýnir hvað Ástralía er stór. Í mai 1993 fóru jarðskjálftamælar sem mæla við kyrrhafið af stað og sýndu merki eins og að stór jarðskjálfti hafi átt sér stað í Great Victoria Desert í Vestur Ástralíu. Vörubílstjórar sem voru að keyra á þessum slóðum sögðust hafa séð blossa á himninum og smá titring. En Ástralir fundu enga skýringu á þessu atviki. Það var ekki hægt að sjá nein merki um jarðskjálfta og þessi sprenging var 170 sinnum kraftmeiri en námusprengingar í Vestur Ástralíu. Vísindamenn pældu í þessu í tvo til þrjá daga og svo var þetta gleymt. Svo árið 1995 leyddi rannsókn á sprengingu sem Aum Shinrikyo gerði í Tokyo, að Aum átti 500 000 hectara land í Vestur Ástralíu og hafði verið að gera tilraunir þar með kjarnorkusprengjur. Það er sem sagt hægt að sprengja hér kjarnorkusprengjur án þess að nokkur verði var við það. Þetta finnst mér magnað.

En að öðru, íslendingafélagið hér í Perth er orðið ansi virkt og verða bráðum 4 nýjir meðlimir skráðir. Erum við búin að finna 4 skiptinema hér í Perth svo nú eru félagarnir orðnir 12. Gleður þetta nýkjörinn formanninn (mig) mikið og held ég nú bara að það þurfi að fara að halda bráðum árshátíð eða eitthvað því um líkt.
Fleira er það ekki í dag
see ya mates

13 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home