Trinadown under

sunnudagur, mars 05, 2006

Sandsurfing





Meiri myndir frá ferðinni. Við fórum nefnilega að sandsurfa sem var nokkuð gaman. Terry var svo sniðugur að keyra niður sumar brekkurnar í "eyðimörkinni" með alla farþegana drepþunna og öskrandi af hræðslu (Sjá eftstu myndina). En Terry er hetjan með gítarinn á neðstu myndinni.
Annars verð ég að koma með smá hákarla fréttir þar sem ég er með þessi dýr á heilanum. Um daginn var fræðslu mynd um hákarla í ástralíu og verið að segja frá því hvað maður á að gera ef maður lendir í hákarla árás. Maður á víst ekki að reyna að flýja, heldur horfa á hákarlinn og búa sig undir árás. Svo á maður að pota í augun á honum og setja puttana inn í tálknin. Ég held að geti ekki horft á hákarlinn ef hann ræðst á mig. Ég held ég bara pissi á mig og reyni að synda í burtu í panikki. Ég vona að þeim sé illa við piss. Annars vil ég helst ekkert þurfa að láta á það reyna.
Cheers mates

17 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home