Trinadown under

fimmtudagur, mars 02, 2006

Pinnacle desert





Lífið er ljúft hér í Ástralíunni. Vorum að koma til baka úr ferð í Pinnacle desert (sem dregur nafn sitt af þessum drjólum sem standa upp úr sandinum). Við Grétar og Óli fórum í ferð með leiðsögumanninum Terry og 11 öðrum útlendingum. Í stuttumáli var þetta svona: Við byrjuðum ferðina með vín- og bjórsmökkun. Skelltum okkur svo á ströndina í humarbænum Lancelin. Fórum í Pinacle eyðimörkina og horfðum á sólina setjast, borðuðum kvöldmat í sjoppunni í smábænum Cervantes, þar sem okkar beið "reserved" skilti á borðunum. Keyrðum aftur út í The bush, tjölduðum, drukkum og sungum við fallega gítartóna frá Terry. Svo var vaknað við "sönginn" frá páfagaukunum í skóginum og brunað einhverjar torfærur að annarri eyðimörk þar sem við fórum að sandsurfa. Svo fórum við aftur á Lancelin ströndina og skoluðum af okkur sandinnn og svo var brunað í borgina á ný. Takiði eftir tánum á mynd 3, þetta eru tærnar á Terry áströlsku hetjunni okkar. Terry kalla sko ekki allt ömmu sína og er með stærstu stóru tær sem ég hef séð. Ég er mjög forvitin yfir því hvernig aðrir líkamspartar á honum eru.
Annars er skólinn byrjaður aftur, sem þýðir að maður verður að læra eins og hundur á ný. Ég er líka á fullu í fullorðinsvinnunni minni. En ég er program evaluator, sem þýðir að ég er að gera mat á prógrammi fyrir aboriginal konur og þarf svo að gefa út skýrslu um þetta allt saman. Voða fullorðinslegt finnst mér. En ég held þó áfram í unglinga vinnuna mína sem þjónn á Paddington Alehouse og verð þar eina vakt í viku með skólanum. Ég verð að halda í afsláttinn minn í vínbúðinni og fríu drykkina.
Cheers mates

14 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home