Trinadown under

sunnudagur, janúar 08, 2006

Hákarlar Hákarlar

Þar sem það er orðið ansi heitt hér í Perth finnst mér mjög gott að fara niður á strönd og dýfa mér smá í sjóinn. En þar sem ég er búin að vera með hákarla, sjósnáka og baneitraðar marglyttur á heilanum, þá hef ég verið ansi smeik á tímum. Ástralarnir segja alltaf að það sé líklegra að ég lendi í bílslysi en að lenda hákarlskjafti. En mér er farið að finnast þetta tal þessa ástrala um að hákarla árásir séu svo sjaldgæfar vera orðið ansi mikið rugl.
Í gær var 21 árs stelpa að synda í sjónum utan við Brisbaine. Á hana réðust þrír bull hákarlar, sem ég hef komist að núna að séu víst ansi árásargjarnir á þessum tíma (engin að segja mér þetta) stelpan kallaði á hjálp en vinir hennar héldu að hún væri að djóka!. Á nokkrum sekúndum höfðu hákarlarnir rifið af henni báða handleggi, og rifið í sig fæturnar og skrokkinn á henni. Sjómenn sem voru þarna nálægt á bát náðu að koma henni upp úr sjónum og koma henni land, en eftir 50 mínútur dó hún vegna sj0kks og blæðingar. Sjómenn og kafarar hafa svo fundið hákarlana og eru að reyna að athuga hvort þeir geti "retrieve what we can".
Í gær var ég á ströndinni og var úti í sjó á bodyboardi þegar Thor segir við mig Katrín hvað er þetta þarna og bendir lengra út í sjó. Brá mér ansi mikið þegar ég sá eins og tvo ugga standa upp úr sjónum og heyri fólkið í kringum mig vera að segja shark, shark. Munaði litlu að ég gerði í buxurnar og tók næstu öldu og lét hana bera mig alla leið upp á sand í panikki. Þessir ástralir stóðu bara þarna áfram út í sjó að benda og spjalla. Komu svo tveir strákar til okkar síðar og sögðu að þetta hefði LÍKLEGA bara verið einhvers konar fuglar sem geta litið eins og uggar þegar þeir sitja á sjónum.
Ég held ég sleppi því að fara á ströndina í dag.
Cheers mates

13 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home