Trinadown under

föstudagur, janúar 06, 2006

Sumar í Perth



Gleðileg jól og farsælt nýtt komandi ár og allt það. Takk fyrir jólakortin og góðu pakkana alla leið frá Íslandi. Ég er búin að vera mjög töff úti á pósthúsi þar sem karlinn í afgreiðslunni segir alltaf "Package from Iceland, grúví" Takk takk takk fyrir mig.
Aftur er ég orðin munaðarlaus, foreldrarnir farnir aftur heim til Íslands. Það er búið að vera svo gott að hafa þau og nú þarf ég að verða fullorðin aftur.
Sökum aukiðs hitafars hér í Perth er ég nú komin með krónískan kennarann og perrasvita yfir efri vörinni. Nú sit ég um kvöld á brókinni, þar sem ég get ekki hugsað mér að svitna í fleiri föt í dag og bíð eftir þrumuveðri. Þrumuveðrin eru mögnuð hér, trylltar eldingar og háværar þrumur. Þetta kalla Ástralir Thunderstorm, en ég get ekki séð neitt stormlegt við þetta.
Annars fer að styttast í að Grétar komi aftur og verður erfiðara og erfiðara að bíða eftir því sem tíminn líður. En Fjóla mun koma í næstu viku og búa hjá mér í viku svo ég býst við miklum drama til að stytta fyrir mér biðina.
Cheers mates

9 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home