Trinadown under

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Það er komið sumar!!!



Þetta erum við Eugene frumbyggja vinur minn sem ég hitti á bekk niðri í bæ. Greinilegt að maður þarf að fara að tana sig ef maður á að halda í við Eugene.

Annars er ansi margt búið að gerast sem ég nenni ekki að skrifa um. En tildæmis má nefna loka partýið upp í Murdoch, sem var svipað og íslensk útihátið. Hefðum getað verið á Halló Akureyri. Svo var kokteil sálfræði party, The Melbourne cup þar sem dífan vann í sjötta sinn og ég grét þó ég skildi ekkert hvað væri í gangi. En anorexíu knapinn grét líka. Svo var afmæli hjá Óla íslendingi í Perth, Gay Pride, próf og verkefnaskil, fagnað eftir prófin, svo auðvitað strandarferðir, farið í sund hjá Suzie í úthverfunum og fleira. Ég fer að setja inn myndir af einhverju af þessu. Annars var Astralía að vinna Urugvæ í fótbolta í kvöld svo Ástralir munum keppa í HM í fyrsta skipti í 32 ár.

Annars er ég orðin sjúk í ströndina og er að fara í surf kennslu hjá Todd á morgun, vona að hákarlarnir verða í síestu að chilla þá. Svo er bara komið sumar, ég á eftir að skila einu verkefni og er svo komin í sumarfrí. Mamma og pabbi koma svo eftir 23 daga.

Annars skil ég ekki þessa hætta saman bylgju sem gengur yfir Íslandið þessa dagana, kannski það sé rétt hjá ónefndum manni sem var á geðdeildinni sem ég vann á, að Japanir séu að setja lyf í íslenska drykkjarvatnið sem lætur íslendinga gera skrítna hluti. Kannski settu þeir brakeup 2005 lyfið í vatnið núna.

Cheers mates

10 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home