Trinadown under

fimmtudagur, desember 01, 2005

Huggulegheit út í eitt

Þetta er nýjasta áhugamál mitt, ætla ég að æfa mig mikið og verða ótrúlega góð í þessu sporti. Ég er enn að þjálfa mig í að hætta að hugsa um hákarla og einbeita mér að öldunum. Því þó það séu engir hákarlar á ferð þá þarf ég samt að vera að berjast fyrir lífi mínu. Þar sem ég er nú sannur íslendingur og ekki vön því að vera að svamla í sjónum, finnst mér nógu erfitt að reyna að halda mér lifandi í ölduganginum. Svo er við það að bæta einhverjum straumum sem eru í sjónum hér. Ég spurði nú surf "kennararann" minn hann Todd hvað ég ætti nú að gera ef ég lenti í svona straumi. Þá var svarið bara "Dont panick " punktur . Það er víst þannig að ef maður lendir í svona straumi þá ber hann mann út á haf og þú getur ekkert gert í því, sama hversu sterkur sundmaður þú ert. En þegar að þú ert komin á nógu mikið dýpi, þá minnkar straumurinn og þá á maður bara að vera kjurr og veifa höndunum og VONA að lífvörðurinn sjái þig svo hann geti komið á bát og sótt þig. Er ekki nóg að hafa hákarla og ýmsa og eitraða fiska í sjónum, heldur þarf að bæta við straumum líka. En ég ætla ekki að gefast upp og halda áfram að lifa á brúninni.
Annars hefur fjöldi íslendinga í Perth fækkað um helming eftir að Fjóla, Helga, Óli og svo auðvitað Canónan sjálf eru öll farin til Íslands. En hún mun hækka örlítið aftur eftir viku þegar gamla settið mitt lendir í Perth. Þá munum við fjölskyldan skella okkur í 7 metra langan húsbíl og bruna um hluta af vestur Ástralíu, já ég segi hluta, því vestur Ástralía er svo stór að þó við munum ferðast í viku, þá munum við aðeins ná að skoða lítinn part. Ég hlakka mikið til að sitja í húsbílagarði fyrir utan húsbílinn, sólbrunninn með kaldan Crown lager í einni og grillaða stórrækju í hinni. Þetta verður huggulegt.
Cheers mates

17 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home