Trinadown under

mánudagur, nóvember 21, 2005

Hákarlaparadís

Stundum veit ég ekki alveg hvað það var sem fékk mig til að koma hingað til Ástralíu, þar sem maður er í lífshættu á hverjum degi, ég var að skoða hættulegustu dýr hér í Ástralíu og yfirleitt stóð, deyrð innan við X mínútúr, ekkert móteitur til eða bara hreinlega þú hverfur í kjaftinn á þessum dýrum og getur ekkert gert.
Ég Óli og Luke fórum svo að surfa á Laugardaginn í góðum gír og ég ákvað að ekki hugsa um öll hættulegustu dýr í heimi, sem einmitt búa hér í sjónum í Ástralíu. Eftir dágott stuð í sjónum fórum við svo að hitta Fjólu og vini Luke frá Hong Kong niðri á Cottesloe ströndinni. Þegar við vorum nýkomin úr dífu í sjónum og vorum að þurrka okkur á sandinum, byrjuðu þessir lúðrar að blása og fólkið í sjónum byrjaði að hlaupa og synda í land í panikki. Þetta var hákarlaviðvörunin. Allir komust í land nema þessi tveir strákar

þeir höfðu klifrap upp á þessa súlu og þorðu ekki niður af henni. Það komu tvær fréttaþyrlur svífandi að ströndinni og hákarlavörnin okkar, sem er maður í flugvél, sem flýgur yfir strandlengjuna og lítur eftir því hvort það séu hákarlar í sjónum var svífandi yfir svæðinu líka. Strákarnir tveir stóðu þarna í smá stund með áhorfenda skarann að fylgjast með þeim.

Þar til lífverðirnir komu á bát, litu í sjóinn í kringum þá eftir hákarli og sögðu þeim svo að stökkva út í og synda hratt í land. Ég hefði migið laglega í mig hefði ég þurft að synda þessa sundferð. En þeir komust óhulltir í land. En þess má geta að fyrr á þessu ári, var hákarl sem tók fótinn af einum manni á nákvæmlega sama stað, þ.e. við þessa súlu. Maðurinn dó þarna við súluna og hákarlinn synti burt með fótinn. Maður lifir svo sannarlega on the edge hér down under.

En nú er maður sem sagt búin að koma í fréttunum hér Down under, það var tekin mynd yfir ströndina og ég var ein af litlu manneskjunum sem sáust í fréttunum.

Maður er bara orðin frægur

Cheers mates

14 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home