Trinadown under

sunnudagur, desember 18, 2005

Stuð Stuð Stuð


Já nú er allt að verða vitlaust hér í Perth, vandræða unglingarnir eins og Auður kallar þá a.k.a foreldrar mínir eru komnir Down under. Og nú hefst æsingurinn að sýna þeim allt hér áður en þau fara aftur. Við fórum í fimm daga ferðalag hérna suðureftir í Vestur Ástralíu. Tókum þetta með stæl og leigðum húsbíl.

Þetta var mjög skemmtileg ferð, við skoðuðum gimsteinahelli, sáum þar sem suðurhaf og Indlandshaf mætast, fórum á bryggju sem nær tvo kílómetra út í sjó, skoðuðum súkkulaði, osta og nammi verksmiðjur, smökkuðum vín í vínsmökkunum og margt margt fleira. Það var mjög töff að rúlla út úr "skúrnum" (eins og mamma kallaði húsbílinn) á vínekrunum þegar við fórum í vínsmakkanir. Á daginn sáum við villta stóra marglita páfagauka og á kvöldin komu kengúrur og possums (sem er hálfgerð blanda af íkorna og rottu) fyrir utan húsbílinn. Ég og Áslaug systir urðum eitt kvöldið ansi skelkaðar, það voru um átta kengúrur fyrir utan "skúrinn" og fórum við út að kíkja. Skyndilega fældust kengúrurnar og byrjuðu að hoppa í allar áttir. Ein kengúran stefndi beint á 0kkur systurnar og fundum við jörðina nötra undir okkur. Svo skyndilega tók hún snögga beygju og stökk burt. Kengúran var á stærð við okkur og vorum við ansi hræddar að hún myndi boxa okkur. Rákumst sem betur fer ekki á neina snáka. En það gæti gerst á morgun, ég fékk þessa tilkynningu um daginn.

The return to warmer weather has resulted in increased snake activity oncampus. The most common are the tiger snake, brown snake and thedugite. Bobtail lizards are also active.Snakes and lizards will normally avoid any human contact and will moveaway when approached. Should a snake be located where it may causesomeone harm, please contact Security Services immediately on telephone9360 6262.

Ég þarf að fara niður í skóla á morgun og er að logsjóða mér stál búning núna, svona eins og Ned Kelly var í.

10 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home