Trinadown under

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Útskrift og afmæli



Nú er Fjóla orðin sálfræðingur. Við Áslaug og Helga fórum á útskriftina hennar á Þriðjudaginn og fylgdumst stoltar með okkar stúlku taka á móti skirteininu. Þar sem ég er að hugsa um að útskrifast frá Singapore var gaman að sjá hvernig athöfnin er í Murdoch og verð ég að segja að svona útskriftir eru nú ekki stuð, vona að Singapore búar hafi svolítið stuð hjá sér, kannski smá karókí eða eitthvað. Eftir útskriftina var svo skellt sér á Moon Bar og slafrað í sig ís yfir slúðri.
Annars verð ég að segja frá einu skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í. Nonní vinkona Grétars hélt upp á 26 ára afmælið sitt og skelltum við Grétar og Óli okkur í gleðina. Þegar við mættum á svæðið var skylda að ganga hringinn og kynna sig með handabandi fyrir öllum gestum. Má taka það fram að við vorum eiginlega vestræna fólkið þarna, gestirnir samanstóðu eiginlega mestmegnis af asíu búum, Írana og Íraka. Þar sem flestir voru múslimar var boðið upp á uppþvottalögs gos og veitingar frá hinum ýmsu heimshornum, og til að auðvelda manni að renna niður veitingunum var tafla upp á vegg með nafni og innihaldslýsingu á öllum réttunum. Hef ég aldrei verið í svona miklu stuð afmæli þar sem gestirnir syngja og dansa bláedrú. Það voru allir í rífandi stuði og endaði ballið með karókí. Allan tímann var ég með límt bros og krónískan bjána/gleði hroll. Þetta var dásamlegt.
Grétar átti svo 26 ára afmæli í gær og verður með afmælisparty með Fjólu sam-afmælis vinkonu um helgina.
Cheers mates

10 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home