Trinadown under

fimmtudagur, apríl 20, 2006






Íslendingafélagið hér í Perth hélt grill um páskana í einum garðinum hér í East Perth (hverfinu mínu). Það mættu um 12 íslendingar og svo nokkrir útlenskir íslendinga fylgjendur. Þetta var ógurlega huggulegt í 30 stiga hita og sól. Áslaug systir aka Martha Stewart, bjó til remúlaði fyrir gleðina og fögnuðu íslendingarnir mikið við að geta fengið sér eina með öllu!!

Eftir grillið fórum við Grétar, Óli og Tóta hífuð á Footie leik. Ástralskur fótbolti er mjög fyndin, hann er eiginlega eins og blanda af rúbbí, fótbolta og einhverju bulli. Reglurnar eru svo flóknar að ég held það kunni þær bara engin 100%. En það er gaman að horfa á þetta, leikmennirnir eru í stuttum þröngum stuttbuxum og þröngum hlýrabolum og það er mikið um ofbeldi. Svo eru gaurar í hvítum fötum sem hlaupa inn á með vatn handa leikmönnunum og hvísla að þeim skilaboð frá þjálfaranum sem er uppi í glerhúsi og talar í símann við hvíslarana allan tíman. Þetta er mjög undarlegt allt saman. En mínir menn unnu 139 - 89 og skoraði uppáhaldið mitt frumbygginn Sampi 3 mörk.

Annars er farið að kólna aftur í Perth og greinilegt að veturinn fer bráðum að skella á. Þá þarf maður nú að fara að pakka niður hotpants-unum :(
Cheers mates

9 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home