Trinadown under

mánudagur, september 04, 2006

Steve Irwin 1962-2006






Það er mikil sorg yfir Ástralíu í dag þar sem að hetjan okkar Steve Irwin, Croc hunter lést í morgun. Hann var að mynda heimildamynd í Queensland þegar hann var stungin af stingray (stór skata). Finnst öllum þetta ótrúlegt þar sem Steve var á hverjum degi í kringum miklu hættulegri dýr en stingray og deyr svo bara, en talið er að stingrayinn hafi stungið hann í hjartað því hann lést eiginlega samstundis. Steve var að synda fyrir ofan stingrayinn og myndatökumaðurinn var fyrir framan hana þegar hún skyndilega fór í árásarham og halinn á henni stakst beint í hjartað á Steve. Terry (ameríska konan hans) var ábyggilega síðust að frétta þetta þar sem hún var á fjallgöngu í Tasmaniu þegar þetta gerðist. Þetta er sannkallað "freak" slys og er lögreglan að skoða myndbandið af þessu. Við hér Little Brown höfum verið miklir aðdáendur heimildamynda Steves eftir að við fluttum hingað og er því mikil sorg í dag hér á Little Brown.

12 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home