Trinadown under

laugardagur, september 23, 2006

Útskriftin




Já já þá er maður bara orðin sálfræðingur og loksins fékk ég að klæðast búningnum og hettunni (ekki beltið þetta skiptið). Útskriftin var bara ágætlega skemmtileg og leið mér eins og superstjörnu þegar allir í salnum voru beðnir um að standa upp og klappa fyrir okkur á meðan við útskriftar nemar sátum. Útskriftin var í Perth Concert Hall svo það var fólk uppi á tvennum svölum allan hringinn í kringum okkur að klappa og hrópa fyrir okkur.
Eftir athöfnina var svo farið á Moon Cafe og fengið sér ís, okkur til mikilla vonbrigða var ekki hægt að fá besta bananasplit í heimi, helvítis Cyclonar eiðilögðu banauppskeruna í sumar svo nú þarf maður að borga nýra fyrir einn banana. En við létum það ekki á okkur fá og fengum okkur bara 2 dollara hvítvín.
Kveðjur frá sálfræðingnum og PR gosmenninu í bananalausa lýðveldinu.

19 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home