Trinadown under

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Perth á ný

Er komin til Perth eftir langt og frekar leiðinlegt ferðalag. Flugvélin frá Royal Brunei flugfélaginu bilaði í Brunei og kom þess vegna aldrei til Frankfurt. Þurfti því að koma öllum farþegunum í nýjar vélar hjá mismunandi flugfélögum. Voru allir æstir að rífa kjaft og þjóðverjarnir heimtandi bjór til að róa sig niður. Ég fékk svo eftir langa bið hótelherbergi og mat og flug síðar um kvöldið með Quantas til Singapore og svo annað flug þaðan til Perth. Þar með var Tailands og Brunei ævintýrinu mínu lokið áður en það hófst. En maður verður að gleðjast með það sem maður hefur og var ég svo heppinn að lenda með sæti inn í miðjum hópi af miðaldra þjóðverjum á leið til Ástralíu í ævintýraferð. Þau voru öll með barrmerki og í merktum bolum og skáluðu við mig í rauðvíni og bjór á leiðinni. Það var ekki mikill friður því til að horfa á bíómyndir en það var í lagi þar sem það var ekki eins einmannalegt að fljúga einn þegar maður lennti í félagskap svona hress hóps.
Er núna hjá Helgu og Orra þar sem herbergið mitt í nýja húsinu mínu losnar ekki fyrr en í næstu viku. Hér er funheitt og er maður aftur komin með krónískan kennara og sveitta efrivör. það er búið að spá einhverjum þrumustormi um helgina svo það þýðir að það verði enn heitara og rakara. En það er vonað að stormurinn fari framhjá svo að hundruðu manns geti synt frá Perth til Rottnest Island. Það er mætt hingað fult af fólki frá hinum fylkjunum í Ástralíu og öðrum löndum til að synda þessa leið. Ég skil þetta ekki alveg þar sem það er næstum alltaf einhverjir hákarlar þarna og þarf yfirleitt að stoppa sundið nokkrum sinnum vegna hákarla.
En jæja nóg í bili
Veriði sæl

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home