Trinadown under

laugardagur, mars 03, 2007

Komin heim




Þá er maður loksins fluttur inn á nýja heimilið. Bý með Peter og Trixie og Tom sem býr hér reyndar bara í tvær vikur í viðbót, svo er hann farinn til Hawai að surfa.

Var svo heppinn að fá að búa hjá Helgu, Ben og Orra í tvær vikur, en gott er að geta tekið upp úr töskum og kössum.
Nú er maður aldeilis búin að öpgreita sig og kominn í fínt hverfi á nýjan bíl. Búum í huggulegu húsi í Nedlands, sem er dáldið fínt hverfi og huggulegt og ég búin að kaupa nýjan pæjubíl.
Hef ég tekið sérstaklega eftir því hvað allt er miklu meira lifandi hér í en í gamlavöruhúsinu. Miklu fleiri pöddur, fuglar og einhverjar skrítnar verur hér. Í garðinum okkar búa possums í trjánum sem koma bara út á nóttunni. Ef við sitjum úti í garði á kvöldin að fá okkur einn kaldan, hanga þær uppi í tré og njósna um okkur. Þetta er bara nokkuð huggulegt að hafa svona gæludýr, en það þyrfti að kenna þeim að nota klósett. Þær eru líka góð gestaþraut, það var grillveisla hér í gærkveldi og var mikið stuð að leita að þeim í trjánum.
Annars er skólinn komin á fullt, næsta mánudag koma leikarar í tíma og eigum við að leika sálfræðingin og þeir skjólstæðing, og þetta þurfum við að gera fyrir framan alla. Littli útlendingurinn er auðvitað mjög skelkaður og sérstaklega þar sem búið er að spá 36 stiga hita og það er engin kæling í stofunni. Þar með þýðir þetta bara ælu og dauða fyrir mig.
Því segji ég Bless

7 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home