Trinadown under

mánudagur, mars 12, 2007

Lífið í Ástralíu

Já lífið heldur sinn vanagang hér downunder og veit ég því eiginlega ekki hvað skal blogga um.

Er byrjuð að læra á seglbretti, er svo heppin að sambýlismennir mínir eru seglbretta kennarar svo ég fæ fría kennslu. Gekk ekkert rosalega vel í byrjun þar sem ég var svo stressuð að geta ekki stoppað og enda í asíu. Svo er áin full af marglittum og öðrum undarlegur dýrum sem strjúkast við mig svo ég er mikið í því að panikka þegar ég á að vera að einbeita mér að öðru. En Peter er mjög þolinmóður kennari svo þetta gengur bara vel.


Annars er ég mest megnis í skólanum eða heima að læra. Gef mér þó alltaf tíma til að grilla steikur og stórrækjur, drekka bjór og spila póker. Perth Póker félagið hefur hafið starfsemi sína á ný og stefnir í hörku póker keppni. Svo er ég komin með surf bretti sem ég er að passa svo ég get notað það eins og ég vil, svo nú fer maður á fullt í það.
Er byrjuð að vinna sem aðstoðar rannsóknar kona fyrir Paul Bain supervisorinn minn frá því í fyrra. Sem þýðir einfaldlega ógurlega mikið af gagnasöfnun og SPSS vinnslu.

Við skelltum okkur svo í útibíó sambýlisfólkið + einn frakki, þar sem sumarið á víst að vera að enda eru úti bíóin að loka.


Ég henti svo inn einni mynd hér sem ég tók í einni af "kraftgönguferðunum" mínum. Ég er með ógurlega snáka phobiu og leist því ekki á blikuna þegar ég sá þetta skilti, og takið eftir hvað stendur neðst í hægra horninu, City of Nedlands og hvar bý ég ..........Nedlands!!!! Ekki gott hverfi að hafa flutt í kannski eftir allt saman.





8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home