Trinadown under

laugardagur, mars 24, 2007

Hættuleg meiðsli

Já hér gengur allt sinn vanagang. Maður er komin í rútínu, sem samanstendur af því að læra og læra svo meira og læra svo og læra alla virka daga. Um helgar reyni ég svo að taka mér smá frí. Á sunnudögum förum við Trixie á grænmetismarkaðinn og byrgjum okkur upp af grænmeti og ávöxtum. Við höfum yfirleitt pókerkvöld einu sinni í viku þar sem vanalega gengið mætir og spilar.
Svo kíkir maður nú stundum aðeins á barinn, í útibíó, ströndina eða surfar.
En ég er í banni frá sjó og á í bili. Varð svo agalega hress á St. Patricks day þar sem við gengið fórum á Írskan bar, öll í grænu og drukkum aðeins of marga Guiness. Ég fór svo að pissa öllum þessum Guiness og tókst að skera mig á járndótinu sem heldur klósettpappírnum. Það ætlaði aldrei að hætta að blæða og ég endaði kvöldið með puttan vafinn í pappír og plástur sem ég fékk á barnum, alblóðug á dansgólfinu. Daginn eftir kíkti svo Peter "læknir" á puttann og sagði að ég yrði að fara til læknis því hann gæti næstum séð niður í bein á puttanum. Svo ég eyddi sunnudeginum uppi á spítala, puttinn var límdur saman og ég þurfti að fá sprautu við T- einhverju sem ég man ekkert hvað heitir, en hlýtur að vera voða hættulegt. Ég vorkenndi mér rosalega mikið þar sem ég á engan kærasta til að væla í. Svo ég vældi bara í Peter og Maxim sem eru eiginlega orðnir staðgengils kærastar mínir þar til ég og Grétar verðum sameinuð á ný. En ég má sem sagt ekki fara í sjóinn eða ána á meðan að puttinn er að gróa. Svo ég varð að gefa upp Wind surf kennsluna mína um óráðin tíma.
Ég er svo byrjuð í Jóga á ný og ætla mér aldeilis að koma mér í gott form. Maður verður að lúkka svo vel hér niðurfrá þar sem maður getur eiginlega ekki klæðst neinum fötum hér vegna veðurs.
Ég held annars að tölvan mín sé komin með vírus, svo ég get ekki sett inn myndir. Er að reyna að laga það, svo vonandi get ég sett inn myndir næst.

8 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home