Trinadown under

föstudagur, ágúst 03, 2007

Melbourne my kind of town






Þá er maður komin aftur í sólina í Perth eftir kalda viku í Melbourne með syninum.

Við Óli áttum dásamlega viku í Victoria þar sem Óli var góður gestgjafi og deildi öllu með mér meira að segja flensunni sinni. Fékk verstu flensu sem ég hef fengið í áraraðir og lá í valnum í heilan dag, þar sem gestgjafinn gaf mér nætur cold and flu töflurnar um morgun og ég varð útúr dópuð og svaf til 4 um daginn. Hann skildi ekkert í þessari þreytu minni þar sem hann hafði verið að bryðja þessa töflur í viku áður en ég kom og áttaði sig ekki á það væru dag og nætur töflur.

Fórum á söfn, búðir, bari, veitingastaði, kaffihús og fallegasta bíó sem ég hef komið í á international film festival.

Keyrðum svo part af Great Ocean Road og kíktum á Bells beach og Torque þar sem surfið byrjaðið í Ástralíu (samkvæmt Óla). Fórum ekkert út í þar sem við vorum bæði með flensu og þetta var nú ansi flatt. Verslaði oggu poggu og aðeins eitt par af skóm, en fékk nú 200 $ afslátt af þessu pari og eru þetta held ég bara bestu kaup sem ég hef gert. Svo var auvitað tekið smá rispu í vintage búðunum þar sem þær eru ekki margar hér í Perth og ég er í fílu út í þá bestu hér í Perth.

Svo er maður bara komin aftur í sólina í Perth ætlaði að nota restina af fríinu í að surfa en þar sem þessi flensa neitar að fara ligg ég bara uppi í rúmi í staðinn. Kannski eins gott þar sem það er 4 metra hvít hákarl að læðast um strendur Perth. Hann elti víst dauðan hval sem rak á land í Hillary Boat Harbour og er öllum ströndum þar í kring lokað og verið að fjarlæga hval líkið. Langar ekkert rosalega að hitta þennan hákarl sem er ábyggilega svangur og reiður þar sem máltíðin hans var fjarlægð.

Skólinn byrjar svo á mánudag klukkan 9 og verð ég fyrsta daginn til hálf níu um kvöld, ótrúlega spennandi stundaskrá, tvo daga í viku í 11 tíma í skólanum vei vei. Og verð ég í 11 tíma af afmælisdeginum mínum í skólanum, eins og það sé ekki nóg píning að þurfa að verða 27 ára!!


11 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home