Trinadown under

sunnudagur, apríl 15, 2007

Enn ein hættan

Er loksins búin að kaupa mér blautbúning þar sem veturinn er að skella á og maður geti haldið áfram að surfa. Er aðeins farin að vera rólegri yfir hákörlum þegar enn einni hættunni er skvett í andlitið á manni. Ég vissi ekki að sæljónin væru eitthvað hættuleg en svo virðist víst vera.

13 ára stelpa var á surfbretti sem var dregið af bát í Lancelin um daginn, þegar 300 kg sæljón stökk upp og beit stelpuna á háls. Stelpan datt af brettinu og maðurinn sem stjórnaði bátnum sá hvað gerðist og snéri við til að sækja stelpuna. Þegar hann er að stefna að stelpunni sér hann sæljónið stinga hausnum upp úr sjónum að leita að stelpunni og leggst svo til atlögu aftur. Maðurinn í bátnum rétt náði að kippa stelpunni upp í bátinn áður en sæljónið náði til hennar aftur. Stelpa kjálkabrotnaði, missti 3 tennur og fékk stóran skurð á hálsinn rétt ofan við hálsslagæðina. Eins gott að hálsslagæðin rifnaði ekki því þá hefðu ábyggilega hákarlar mætt á svæðið líka til að taka þátt í stuðinu.
Svo nú hef ég enn eitt til að vera að pissa á mig yfir þegar ég fer í sjóinn. Annars var verið að rannsaka afhverju hákarlar ráðast á surfera og er talið að pissið þeirra sé eitthvað sem hákarlanir eru sólgnir í. Surferar pissa mikið í blautgallan sína þar sem það er ómögulegt að vera að hlaupa eitthvað á klósettið og sjúklega erfitt að fara úr eða í blautgallan þegar hann er orðin blautur. Einn suðurafríku surfari hefur lent í allnokkrum hákarlaárásum og er talið að hákarlarnir séu sjúkir í hann vegna þess að hann er með slæma blöðru og sífellt pissandi í blautgallan. Eitt er víst að ég ætla bara að halda í mér og sleppa því að pissa í nýja gallan minn.
Jæja Áslaug nú hefurðu fengið enn eina ljótu söguna.

10 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home