Trinadown under

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Drami Drami Drami

Ég hélt í alvöru að þegar ég myndi flytja til Ástralíu myndi ég eiga drama minna líf þar sem ég væri fjarri drama vinum og drama fjölskyldu. En síðustu 2 ár hér í Ástralíu hafa líklega verið þau dramatískustu í lífi mínu. Draminn á Íslandi hefur verið í hámarki með fyrirbura fæðingum, krabbameinum, dauðsföllum, sambandsslitum og þess háttar. Hér í Ástralíu hefur þetta hins vega ekki verið neitt mikið skárra, með fyrirbura fæðingu, ósætti milli vina minna þar sem ég hef auðvitað sett sjálfa mig í sáttasemjara hlutverkið, sambandsdrama, aðskilnaði frá ástmanni mínum og nú manns hvarfa.
Á Laugardag ákvað ég að opna ekki bók, þar sem ég geri lítið þessa dagana nema að læra. Byrjaði daginn á þvi að fara á ströndina og surfa, átti þetta að vera almennilegur surfdagur með góðum öldum samkvæmt alvöru sörfurunum. Mér fannst þetta heldur til of miklar öldur og straumur og eyddi tveimur tímum í að hendast til eins og tuska í þvottavél í sjónum.
Fór svo til Sameeru í snyrtivörukynningu þar sem við lágum út af nokkrar konur og létum stjana við okkur með ýmsum kremum, möskum og þess háttar konu dóti.
Fór svo heim í sturtu og tók á móti gestum í kokteil partý. Var orðin nokkuð hress á dansgólfinu eftir nokkra létta kokteila, þegar draminn skall á í 2 tíma trúnó og það rann af mér á nóinu.
Pabbi Andrew er týndur úti á hafsjó í Queensland. Foreldrar Andrews keyptu sér bát til að sigla á um heiminn á eftirlauna árunum og fóru Hr. Batten, nágranni hans og bróðir nágrannans til Queensland að sækja bátinn og sigla honum heim til Perth. Annan daginn á sjó fannst báturinn á reki með vélina í gangi, kveikt á tölvunum um borð, símum og veski, og lagt á borð fyrir mat en engin maður um borð! Eftir viku leit var hætt við leitina en hún hófst svo aftur 2 dögum seinna þar sem ef þeir eru dánir þá fara líkin að fljóta upp á yfirborðið. Svo síðustu dagar hafa verið ansi dramatískir þar sem Andrew hefur hangið mikið hér í húsinu og við lagt okkur öll fram við að dreifa huganum hans með ýmsum skemmtunum og ansi mörgum trúnóum.
Svo í dag er dramatískasti dagur ársins í Ástralíu Anzac day og maður átti víst að vakna klukkan fimm í morgun til að mæta á einhverja athöfn og skrúðgöngu en dramadrottningin ákvað að sofa út þess í stað.
Ég held ég verði bara að sætta mig við að ég er DRAMADROTTNING og sætta mig við að draminn eltir mig hvert sem ég mun fara.

11 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home