Hlauparinn
Það fer að styttast í sumarið hér í Perth. Samkvæmt dagatali byrjar það í byrjun september. Það eru í raun bara tvær árstíðir hér í Perth sumar og vetur. Það er sól alla daga núna, svona eins og góðir dagar í íslensku sumri.
Þar sem ég keypti mér allar græjur til að fara út að hlaupa um daginn og er búin að fara einu sinni út að hlaupa, þá fannst mér tilvalið að skrá mig í "maraþon" hérna sem heitir city to surf. Búist er við að um 26 000 manns muni taka þátt og verð ég ein af þeim. Mér líst samt ekki alveg á tímasetninguna, hlaupið er klukkan 8 á sunnudegi.
Þetta er mynd úr hlaupinu síðan í fyrra. Maður getur látið taka tíman og láta birta það í blaðinu en ég held ég geri það bara á næsta ári.
Annars erum við Grétar loksins orðnir ástralir, við erum búin að kaupa okkur grill. Við keyptum minnsta grillið sem við fundum samt er það 4 brennara og töluvert stærra en venjulegt heimilisgrill á Íslandi. Ég er loksins farin að sjá hversu grill óðir ástralir eru. Það eru til grill hér sem ég gæti búið í. Þá gæti nafnið á ævisögu minni verið Konan sem bjó í grilli.
Þar sem margir virðast ekki hafa hugmynd um hvar ég er þá er hér kort
Annars bara hér smá kveðja: Vala og Óli til hamingju með prinsessuna. Matthildur Agla til hamingju með að vera kominn í heiminn, ég hlakka til að fá loksins að sjá þig.
Cheers
Þar sem ég keypti mér allar græjur til að fara út að hlaupa um daginn og er búin að fara einu sinni út að hlaupa, þá fannst mér tilvalið að skrá mig í "maraþon" hérna sem heitir city to surf. Búist er við að um 26 000 manns muni taka þátt og verð ég ein af þeim. Mér líst samt ekki alveg á tímasetninguna, hlaupið er klukkan 8 á sunnudegi.
Þetta er mynd úr hlaupinu síðan í fyrra. Maður getur látið taka tíman og láta birta það í blaðinu en ég held ég geri það bara á næsta ári.
Annars erum við Grétar loksins orðnir ástralir, við erum búin að kaupa okkur grill. Við keyptum minnsta grillið sem við fundum samt er það 4 brennara og töluvert stærra en venjulegt heimilisgrill á Íslandi. Ég er loksins farin að sjá hversu grill óðir ástralir eru. Það eru til grill hér sem ég gæti búið í. Þá gæti nafnið á ævisögu minni verið Konan sem bjó í grilli.
Þar sem margir virðast ekki hafa hugmynd um hvar ég er þá er hér kort
Annars bara hér smá kveðja: Vala og Óli til hamingju með prinsessuna. Matthildur Agla til hamingju með að vera kominn í heiminn, ég hlakka til að fá loksins að sjá þig.
Cheers