Trinadown under

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Hlauparinn

Það fer að styttast í sumarið hér í Perth. Samkvæmt dagatali byrjar það í byrjun september. Það eru í raun bara tvær árstíðir hér í Perth sumar og vetur. Það er sól alla daga núna, svona eins og góðir dagar í íslensku sumri.
Þar sem ég keypti mér allar græjur til að fara út að hlaupa um daginn og er búin að fara einu sinni út að hlaupa, þá fannst mér tilvalið að skrá mig í "maraþon" hérna sem heitir city to surf. Búist er við að um 26 000 manns muni taka þátt og verð ég ein af þeim. Mér líst samt ekki alveg á tímasetninguna, hlaupið er klukkan 8 á sunnudegi.

Þetta er mynd úr hlaupinu síðan í fyrra. Maður getur látið taka tíman og láta birta það í blaðinu en ég held ég geri það bara á næsta ári.
Annars erum við Grétar loksins orðnir ástralir, við erum búin að kaupa okkur grill. Við keyptum minnsta grillið sem við fundum samt er það 4 brennara og töluvert stærra en venjulegt heimilisgrill á Íslandi. Ég er loksins farin að sjá hversu grill óðir ástralir eru. Það eru til grill hér sem ég gæti búið í. Þá gæti nafnið á ævisögu minni verið Konan sem bjó í grilli.
Þar sem margir virðast ekki hafa hugmynd um hvar ég er þá er hér kort


Annars bara hér smá kveðja: Vala og Óli til hamingju með prinsessuna. Matthildur Agla til hamingju með að vera kominn í heiminn, ég hlakka til að fá loksins að sjá þig.

Cheers

föstudagur, ágúst 19, 2005

Komin með netið

Jæja þá erum við komin með netið á Little Brown street svo nú byrjar ballið. Það er allt gott að frétta af okkur hér Down under. Við erum komin með frábæra ibúð í East Perth og búin að kaupa okkur bíl. Við keyptum okkur Volswagen bjöllu frá 1971. Ljósbláa og fallega. Við lúkkum vel þar til við förum á hraðbrautina og allir taka fram úr okkur, en við segjum bara no worries.
Takk fyrir allar afmælis kveðjurnar og pakkana á afmælinu mínu. Takk Takk kossar og knús.
Auður ég er búin að lesa bréfið frá þér hundrað sinnum takk kærlega fyrir mig.
Það er vetur hér í Ástralíu, en vetur hér er svipaður og íslenskt sumar, nema auðvitað á afmælisdaginn minn var grenjandi rigning. Við fórum í Aqua garð hér nálægt og skoðuðum hákarla og alls konar dýr og svo grilluðum við nokkrir íslendingarnir í Perth heima hjá Áslaugu og Thor. Set inn myndir fljótlega.
Vala, Óli og litla pía hugsa til ykkar og sendi góða strauma hinum megin á hnöttinn.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Down under

Velkomin á Down under bloggsíðuna hér munu vera myndir og fréttir af lífinu í Perth.