Trinadown under

sunnudagur, september 30, 2007

Óla heimsókn

Mæðginin sameinuð á ný með G & T
Trixie fór upp á svið að dansa við þennan hressa bloke
Óli að borða heila og Linnie að reyna að æla ekki í bakgrunninum.
54 Draumar sem renna ljúflega niður
Við að leika hvernig Tom mun enda í lok kvöldsins út um Taxa gluggan




Óli og Draumarnir eru komin til Perth og hafa verið miklir fagnaðar fundir. Fyrsta kvöldið hans héldum við Kanimbla fjölskyldan matarboð þar sem boðið var upp á Lamba heila og háls ala French kúsín. Smökkuðust heilarnir meira eins og fiskur en lamb og bráðnuðu uppi í okkur. Sem betur fer höfðum við líka keypt nautasteikur sem var skellt á grillið eftir nokkra bita af heilunum.
Daginn eftir komu svo loksins Draumarnir í hús og kom í ljós að þeir voru 54 en ekki 27. Peter hafði pantað 27 Drauma fyrir afmælið mitt frá Nordic Store en vegna "flensu starfsmanns"! komu þeir ekki fyrr en meira en mánuði seinna og kom þá í ljós að hann hafði pantað 27 pakka með 2 Draumum í svo við enduðum með 54!. Hefur klósettpappírinn klárast þar sem mikið hefur verið um Drauma át á Kanimbla Rd.

Við Óli skelltum okkur svo í lunch í Kebab á Scarborough strönd þar sem Kebabarnir í Melbourne eru ekki ekta Kebabar og Óli var búin að sakna þeirra mikið. Annars erum við bara búin að vera að chilla saman mæðginin mikið búið að drekka, surfa og chilla. Skelltum okkur nokkur til Lancelin á Laugardag og vorum þar heilan dag að surfa, allir komu heim með tan nema ég, ég kom bara heim með freknur í staðinn, ekki sátt við þetta. Ætluðum svo í 30tugs afmæli Malcoms um kvöldið en vorum sofnuð eftir indverska matinn og bjór klukkan 9 ! Í dag er svo Óli í brúðkaupi og ég heima að læra, skelltum okkur í pásunni hans frá brúðkaupinu á Flying Scothsman að fá okkur pissu og bjór á 10 $ (á eftir að sakna þessa að búa í Perth og fá bjór og pizzu á 500 Kr) og hittum latínó þjófa. Er að spá í að skella mér núna í partý hjá Scott þar sem hann er víst með dagskrá í partýinu sem samanstendur af 4 hljómsveitum og 3 Dj-um, skil ekki alveg hvar hann ætlar að koma þessu fyrir heima hjá sér eða hvað þetta verður langt partý. En það er public holiday í dag svo það er frí á morgun. Óli yfirgefur mig svo á morgun og eftir surf og hóp morgunmat á ströndinni. Og þá fer ég aftur í bækurnar og að chilla á bókasöfnum. Spennandi líf í Ástralíu sem maður lifir.


sunnudagur, september 23, 2007

Vorið er að koma









Það er vor í loftinu hér í Perth. Næturnar eru ekki eins kaldar og maður er komin í stuttbuxna náttfötin. En með vorinu koma pöddurnar og er ég nú þegar komin með moskító bit yfir mig alla. Ennfremur var ég á salerninu í skólanum um daginn þegar ég skyndilega áttaði mig á því að ég var ekki ein, perra eðla stóð í básnum og starði á mig á meðan ég pissaði það er engin friður fyrir þessum vor verum. Annars er ég bara búin að vera að læra eins og hundur þar sem Óli er að koma á Miðvikudag og ætla eg að reyna að taka smá frí til að skemmta gestinum. Við ætlum að fara í dagsferð til Lancelin og surfa og hef ég ekkert geta æft mig að surfa fyrir komu Óla þar sem læknirinn í Murdoch þurfti endilega að skera stykki úr hendinni á mér svo nú má ég ekkert koma nálægt sjónum og verð að baða mig með vinstri hendinni. Er búin að vera með undarlegan blett á hendinni í 2 mánuði og búin að bera 20 mismunandi krem á mig en ekkert lagast svo hann vildi taka húðsýni til að athuga hvort þetta væri krabbamein. Ég hélt að þetta yrði lítið mál dreif mig til hans og þá var hann bara með sprautur og hnífa tilbúna. Gerði hendina á mér svo dofna að ég gat varla keyrt heim og nú lít ég út eins og ég hafi reynt að drepa mig, með umbúðir um úlnliðinn. Ekki gott þar sem ég var að hitta nýja skjólstæðinga næsta dag og ekki beint traustvekjandi að fara til sálfræðings sem lítur út eins og hún hafi verið að skera á sér úlnliðinn kvöldið áður. Og hvernig get ég verið með húðkrabbamein þegar ég er aldrei í sólinni eins og sést á myndinni að ofan af mér og Tom sem var í sólbaði allan gærdag.



Annars er lítið að frétta þar sem ég er búin að búa á bókasafninu undanfarið og er bara alltaf að læra. Fór nú samt í afmælið hans Andrews í gær og var svo hress að ég var komin heim fyrir miðnætti, svona er maður spennandi. Andrew ætlaði ekki að trúa því þegar ég afþakkaði skot á barnum og ætlaði bara að drífa mig heim.



Er annars búin að kaupa flugmiða heim, mun fljúga í gegnum Tæland og Þýskaland í þetta skiptið, yfirgef Perth þann 11. Desember en veit ekki enn hvenær ég verð komin til Íslands því móðir mín og systir ætla að hitta mig í Kaupmannahöfn og við svo fljúga allar saman til Íslands.

Verður liðið nærri ár síðan ég var á Íslandi og 4 ný börn búin að bætast í hópinn sem ég þarf að kynnast og spilla yfir þennan mánuð sem ég verð heima.



C ya mates