Trinadown under

miðvikudagur, september 28, 2005

Klukk

Ég var víst klukkuð svo hér kemur þetta:

1. Ég er með fóbíu fyrir útrunnum matarvörum. Kíki alltaf á síðasta neysludag áður en ég borða eitthvað. Get ekki fyrir mitt litla líf borðað útrunninn mat.

2. Ég tek aldrei fremstu vöruna í hillunni í búð. Veit ekki alveg ástæðuna fyrir þessu, kannski vegna þess að það er búið að káfa svo mikið á vörunni. Eða af því að ég veit að starfsfólk í búðum setur alltaf elstu vöruna fremst og nýjustu aftast. Svo frétti ég líka af rassamanninum í Bónus á Laugarveginum, passa mig því extra vel þar.

3. Ég er með fóbíu fyrir snákum. Get ekki komið við leikfanga snáka og á erfitt með að vera í sama herbergi og gervisnákar. Svitna og fæ hraðan hjartslátt ef ég sé mynd af snák í bókum.

4. Alltaf þegar ég fer í sturtu set ég á ískalt vatn í nokkrar sekúndur áður en ég slekk á sturtunni. Veit ekki heldur ástæðuna fyrir þessu. Líklega til að koma blóðrásinni af stað.

5. Ég er tilboðsfíkill. Fæ sæluhroll um mig ef ég kaupi eitthvað á góðum díl. Ef ég sé eitthvað á tilboði verð ég að kaupa það, þó svo ég hafi engin not fyrir vöruna. Ég get bara ekki látið svona gott tilboð fram hjá mér fara. Ég held ég hafi erft þetta frá föður mínum. Þar sem hann er þekktur sem Tilboðs Kristján.

Jæja þá klukka ég alla þá sem hafa ekki verið klukkaðir. Klukk!!!
Cheers Posted by Picasa

þriðjudagur, september 27, 2005

West Coast Eagles Töpuðu

Á Laugardaginn kepptu West Coast Eagles (frá Perth) og Sydney Swans í úrslita leik í AFL.
Hér í Perth varð allt vitlaust. Það var ekki bíll á götunum, flestar búðir lokuðu og allir barir voru stappaðir. Drykkjan byrjaði klukkan 10 um morgun og stóð fólk eins og sardínur í dós á barnum. Grétar, Thor og Óli fóru á bar í Leaderville í West Coast Eagles treyjum. Þar voru um 2000 manns inn á barnum og stóðu strákarnir með krikan á næstu mönnum í andlitinu. því miður tapaði Perth með aðeins 4 stiga mun. Eftir leikinn lagðist sorg yfir borgina sumir voru eftir grátandi á barnum að drekkja sorgum sínum á meðan aðrir fóru heim og drápust uppi í rúmi.

Þar sem sjórinn er farin að hlýna fannst mér tilvalið að fara að festa kaup á brimbretti og skella mér út á Scarborough beach og læra að surfa. En eftir að ég sá þessa frétt þá ætla ég að hugsa mig aðeins um
A surfer fought off a shark by punching it in the face and escaped unhurt from the encounter at Scarborough beach on friday morning. Brad Satchell was surfing about 120 meters off the coast when a one meter shark swam straight to him.
Svo tveimur dögum seinna sá ég þetta
Betur fór en á horfðist á sunnudaginn þegar fimm metra hvítháfur hremmdi ástralskan brimbretta kappa, Josh Berrish að nafni, í sjónum úti fyrir Kengúrueyju við sunnanverða Ástraliu. Hákarlinn læsti tönnunum í Josh, sem barðist um á hæl og hnakka, en skömmu síðar komu vinir hans og náðu að draga hann á land.
Allir Ástralir segja að það sé svo sjaldgæft að maður lendi í hákarli ef maður er að surfa. En bara síðan að ég kom hingað hafa þrír látist og fjórir lent í stimpingum við hákarla en sloppið lifandi.
Ég veit ekki hversu góð ég er að slást við hákarla svo ég held ég ætli að hugsa mig aðeins betur um áður en ég skelli mér út í þessa hákarla laug.
Cheers Posted by Picasa

fimmtudagur, september 22, 2005

Út og Suður

Mikið sem það gladdi mig þegar ég uppgötvaði að hægt er að horfa á stórvin minn Gísla Einarson í Út og suður á ný. Til mikillar lukku bilaði sjónvarpið hér á Littlu Brownstreet, svo ég fór að forvitnast um hvað væri í þessum íslensku netsjónvörpum, og viti menn var þá ekki Gísli á dagskrá á ný. Hann Gísli kallar sko ekki allt ömmu sína og ferðast landshorna á milli og heilsar upp á forvitnilegt fólk eins og Aðalheiði Eysteinsdóttur, sem býr í félagsheimilinu Freyjulundi í Arnarneshreppi, eða Sigurjón Skarphéðinsson hrossabónda sem segist eiga nóg af hrossum að Skagfirskummælikvarða. Held ég nú að heimþráin eigi eftir að banka seint að dyrum svo lengi sem ég hef Gísla minn og vini hans.
Annars er tími leiguforeldrana lokið og verð ég nú að segja að við höfum staðið okkur með sóma. Barnið fékk ekkert sælgæti eða óhollustu. Það var bara fiskur í matinn og mjólk drukkinn með. Við ákváðum að dekra frekar við hann með því að fara með hann í dýragarðinn, í bío, niður að á og út að leika í leiktækjunum í parkinum. Þetta gekk allt vel og held ég meira að segja að hann sakni þess bara að hafa okkur ekki hjá sér (höfum það þannig). Við ætlum nú samt að bíða í nokkur ár í viðbót með að drita niður börnum. Að vakna klukkan 6 hvern morgun á ekki alveg við okkur í augnablikinu.
Við Grétar fengum svo sitthvoran LaCoste bolinn frá Hong Kong svo nú getum við verið gosuð í stíl.
Cheers

þriðjudagur, september 06, 2005

Leiguforeldrar


Það styttist í að við Grétar verðum leiguforeldrar . Áslaug og Thor eru að fara til Hong Kong í viku og barnið verður skilið eftir hjá okkur. Litli Thor er orðin 2 ára ákveðinn ungur drengur (enda er hann Naut). Við erum ákveðin í að vera strangir og ábyrgir foreldrar í þessa viku, en ég er ansi hrædd um að þetta eigi eftir að enda í miklu magni af nammi, ís, bíoferðum, ferðum í dýragarða, siglingar og hvað sem Litla Thor dettur í hug að biðja um. Annars er ég farin að hugsa um að þrífa allt hátt og lágt þar sem ég fæ ókeypis heimilishjálp í viku.
Svo verður maður orðin fín frú á jeppa þar sem bjallan góða er kannski ekki fyrir barnabílstóla. Svo vil ég náttúrulega ekki að barnið drulli út eða klíni nammi og ís í drossíuna.
Annars held ég að þetta verði lærdómsrík vika fyrir okkur öll.





Annars er lítið að frétta af okkur hér downunder. Við lærum eiginlega bara út í eitt, maður þarf víst að fara í próf og skila óskiljanlegum verkefnum. Ég skil ekki af hverju ég lét ekki bara æskudraum minn rætast og varð bakarís kona í stað þess að standa í þessu. Þá gæti ég bara verið núna í vinnunni að háma í mig bakkelsi.
Ég var að setja inn myndir í albúmið. Þetta eru myndir af húsinu og bílnum, City to surf hlaupinu sem við systurnar mættum galvaskar í og fengum medalíu og einhverju fleiru.

Cheers

leigumóðirin



fimmtudagur, september 01, 2005

Hlakka til sumars

Hlakka til að sumarið renni í hlað. Það styttist í það, byrjar í september segja þeir. Ég sé líka að það er farið að fjölga pöddum, er farin að fremja fjöldamorð með handryksugunni. Annars var ég búin að plana að fara að læra að kafa og og fleira stuð. Líst ekki á blikuna þar sem hákarl át einn kafara um daginn og svo át krókódíll veiðimann um daginn. Maður má víst ekki vera með hendurnar út fyrir bátinn í þessum ám, þá kemur bara krókódíll og grípur í mann. Eiginkona mannsins sem var étinn er víst búin að ráða veiðimenn til að drepa krókódílinn, veit ekki alveg hvernig þau ætla að þekkja þennan krókódíl frá hinum. Ætli það verði ekki líka gefið út veiðileyfi á þennan hákarl, eins og þann sem reif fótinn af einum hér í Perth. Ástralir tala bara um að þetta sé bara ein af hættum lífsins, maður getur lent í bílslysi eða verið étinn að hákarli. Ég vel bílslysið frekar en þennan kjaft



Annars er ég farin að upplifa smá menningarsjokk, ástralir eru skrítnir. Þeir dressa sig upp og fara á barinn að djamma á sunnudögum og hætta um kvöldmat. Það má keyra hér ef maður drekkur bara einn bjór á klukkutíma, sem leiðir til þess að allir keyra fullir. Svo má maður eiga hass, svo það reykja allir hass og rækta það jafnvel heima hjá sér. Á djamminu er maður iðulega spurður hvort maður vilji hass eða sé að selja hass. Eins og ég líti út fyrir að verða dópsali. Að eiga rottu sem gæludýr er mjög vinsælt, ein stelpa með mér í bekk er með fullt af myndum af rottunum sínum í símanum sínum og finnst þær svo sætar.
Ég er hætt að spyrja hvernig fólk hafi það í búðum, því þá fæ ég bara ævisögu eða í smáatriðum hvað fólk sé búið að gera yfir daginn og festist við afgreiðslu kassan og kemst ekki út úr búðinni. Afgreiðslu fólk í búðum talar endalaust við mann og er alltaf svo glatt. Sumir spyrja mann hvað ég ætla að gera í dag eða hvað ég gerði í gær. Kannski er ég í leynilegum erindagjörðum og get ekkert verið að ræða þetta.
Um síðustu helgi fór ég á syðsta stað hnattarins sem ég hef komið á. Hef aldrei farið svona sunnarlega á hnettinum áður. Mér fannst þetta merkileg stund. Strákarnir voru að keppa í fótbolta í bæ hér sunnan við Perth. Þar býr fólk í risahúsum með bryggju í bakgarðinum fyrir bátinn sinn. Huggulegt.
Áslaug systir komst annars í hann krappan. Þessi krókódíll var nærri búin að ná henni um daginn, sem betur fór tókst Áslaugu að dúndra í punginn á honum, annars hefði ég þurft að ráða veiðimenn til að hunt him down

Cheers