Trinadown under

föstudagur, mars 24, 2006

Cyclone og róður


Ógeðis Cyclonar hafa herjað á norðurhluta austurstrandar Ástralíu og lagt allt í rúst þar. En Cyclon er hvirfilbilur sem snýst í öfuga átt en hvirfilbilir þarna upp frá á hnettinum. Nú er allt í flóðum þarna og allt morandi í krókódílum og snákum, sem cyclonarnir eru búnir að tuska til svo þeir eru hræddir, svangir og árásargjarnir. Pant ekki fara til Quensland núna.
Annars var mín ástkæra systir að keppa í róðri síðustu helgi. Liðið hennar, Naglfar, stóð sig eins og hetja og var bara nokkuð ofarlega held ég. Var ég mjög stolt af þeim þar sem ég sat á bakkanum í svitakófi, þar sem það var 35 stiga hiti og sól, og þau þarna útí að hamast við að róa. Eftir keppnina var svo legið í skugga undir tré og sötrað kampavín. Ótrúlegt hvað Áströlum tekst alltaf að koma áfengi að í öllum tilefnum, meira að segja alvarlegum íþróttaatburðum.




Annars fórum við á Curtin Idol keppni uppi í skólanum hans Grétars í gær. Vinkona Grétars var að keppa og var þetta einn stærsti bjánahrollur sem ég hef fengið lengi. Ég er bara enn með hrollinn í mér, en kannski er það af því að það hefur kólnað hér um 17 gráður á tveimur dögum. Það var aðeins 20 stiga hiti í gær og fannst íslendingnum ansi kalt og fór í sokka í fyrsta skipti í langan tíma. En sem betur fer þá á að hlýna aftur á næstu dögum.
Cheers mates

sunnudagur, mars 05, 2006

Sandsurfing





Meiri myndir frá ferðinni. Við fórum nefnilega að sandsurfa sem var nokkuð gaman. Terry var svo sniðugur að keyra niður sumar brekkurnar í "eyðimörkinni" með alla farþegana drepþunna og öskrandi af hræðslu (Sjá eftstu myndina). En Terry er hetjan með gítarinn á neðstu myndinni.
Annars verð ég að koma með smá hákarla fréttir þar sem ég er með þessi dýr á heilanum. Um daginn var fræðslu mynd um hákarla í ástralíu og verið að segja frá því hvað maður á að gera ef maður lendir í hákarla árás. Maður á víst ekki að reyna að flýja, heldur horfa á hákarlinn og búa sig undir árás. Svo á maður að pota í augun á honum og setja puttana inn í tálknin. Ég held að geti ekki horft á hákarlinn ef hann ræðst á mig. Ég held ég bara pissi á mig og reyni að synda í burtu í panikki. Ég vona að þeim sé illa við piss. Annars vil ég helst ekkert þurfa að láta á það reyna.
Cheers mates

fimmtudagur, mars 02, 2006

Pinnacle desert





Lífið er ljúft hér í Ástralíunni. Vorum að koma til baka úr ferð í Pinnacle desert (sem dregur nafn sitt af þessum drjólum sem standa upp úr sandinum). Við Grétar og Óli fórum í ferð með leiðsögumanninum Terry og 11 öðrum útlendingum. Í stuttumáli var þetta svona: Við byrjuðum ferðina með vín- og bjórsmökkun. Skelltum okkur svo á ströndina í humarbænum Lancelin. Fórum í Pinacle eyðimörkina og horfðum á sólina setjast, borðuðum kvöldmat í sjoppunni í smábænum Cervantes, þar sem okkar beið "reserved" skilti á borðunum. Keyrðum aftur út í The bush, tjölduðum, drukkum og sungum við fallega gítartóna frá Terry. Svo var vaknað við "sönginn" frá páfagaukunum í skóginum og brunað einhverjar torfærur að annarri eyðimörk þar sem við fórum að sandsurfa. Svo fórum við aftur á Lancelin ströndina og skoluðum af okkur sandinnn og svo var brunað í borgina á ný. Takiði eftir tánum á mynd 3, þetta eru tærnar á Terry áströlsku hetjunni okkar. Terry kalla sko ekki allt ömmu sína og er með stærstu stóru tær sem ég hef séð. Ég er mjög forvitin yfir því hvernig aðrir líkamspartar á honum eru.
Annars er skólinn byrjaður aftur, sem þýðir að maður verður að læra eins og hundur á ný. Ég er líka á fullu í fullorðinsvinnunni minni. En ég er program evaluator, sem þýðir að ég er að gera mat á prógrammi fyrir aboriginal konur og þarf svo að gefa út skýrslu um þetta allt saman. Voða fullorðinslegt finnst mér. En ég held þó áfram í unglinga vinnuna mína sem þjónn á Paddington Alehouse og verð þar eina vakt í viku með skólanum. Ég verð að halda í afsláttinn minn í vínbúðinni og fríu drykkina.
Cheers mates