Heitt heitt heitt heitt
Í dag öfunda ég manninn í teiknimyndunum sem rigningarskýið eltir út um allt. Ég er í sömu stöðu og hann nema að ég er elt af hárblásurum sem elta mig um allt og blása á mig heitu lofti. Síðustu daga hefur verið heitast í Perth af öllum borgum í Ástralíu, sem þýðir að ég geng um með kennarann, perrasvitann og alla aðra svita sem til eru. Ef ég gæti myndi ég labba um alsber, en ég verð víst handtekinn fyrir það. Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að ganga um í hotpants eða glyðrulega klædd, þar sem ég hef verið sperhrædd frá fæðingu. En Ástralía er grimm og hefur gert mig að glyðru í efnislitlum toppum og hotpants. Er að berjast gegn því að setja upp derhúfu þar sem stelpur með derhúfur hefur mér alltaf fundist eitthvað rangt. En það styttist í að ég kasti frá mér öllum prinsippum og gerist gærulega klædd stúlka með derhúfu.
Fyrir utan hitann er allt frábært hér eins og alltaf. Skólinn byrjar hjá mér eftir viku svo nú erum við huggulegi maðurinn í panikki að plana síðustu daga frelsis. Við misstum af tilboðinu til Tasmaninu svo við ætlum að leigja lítinn húsbíl fyrir tvo og keyra niður að skógi og fara í Giant treewalk. Sem þýðir að við munum labba á einhverjum loftbrúm uppi í risastórum trjám. Svo ætlum við að fara inn í eyðimörk og sandsurfa og sofa undir stjörnunum. Vonandi að engir snákar komi og kíki í náttfatapartýið.
Cheers mates