maxim 30 ára
Varð að taka mér frí frá lærdómi þessa helgi til að fagna 30 ára afmæli Maxims (Þessi dökkhærði í bláu peysunni). Við Peter sambýlismaður fórum í mat til Maxims með fjölskyldunni hans og fengum ekta franskan gúrmei mat, frændi Maxims er franskur bakari og bjó til geggjaðan eftirrétt sem er víst oft borin fram í frönskum brúðkaupum, svo bjó hann til heimatilbúið kampavíns sorbei og varð ég eiginlega full af einni skál en fékk mér samt nokkrar í viðbót því þetta var svo ljúfengt. Svo var öllum matnum skolað niður með frönsku víni og líkjörum.
Á laugardag héldum við krakkarnir svo óvænt afmælispartý fyrir hann, vildi svo lukkulega til að hann hringdi sjálfum í Linnie og sagðist ætla að koma við hjá henni til að borga henni pening sem hann skuldaði henni, hún laug að hún væri ekki heima allan daginn og bað hann að koma við um kvöldið. Við Peter vorum búin að ljúga að við þyrftum að læra alla helgina og hefðum ekki tíma til að gera neitt. Svo mætti Maxim á svæðið of seint, svo við þurftum að sitja í myrkrinu á gólfinu í felum og hafa þögn í 40 mínútur. Byrjaði svo gleðin þar sem var skálað ansi oft fyrir fransmanninum og leikið með nýju kærustuna sem Maxim fékk í afmælisgjöf frá Andrew til að ylja sér með í vetur þar sem hann náði ekki að næla sér í kærustu fyrir veturinn. Svo endaði kvöldið á skemmtistöðum í Freo og man eiginlega engin af okkur frá restinni af kvöldinu en eitt er víst að við skemmtum okkur konunglega og Maxim náði að dansa fram á rauða nótt þrátt fyrir aldurinn. En nú tekur lærdómurinn við og er ég farin að sitja í sokkum og í angúrupeysunni við lesturinn þar sem veturinn skall ansi harkalega á í síðustu viku. Er komin með fjóra clienta og er að klára verkefni og próf í skólanum þar sem þessi fyrsta önn er brátt á enda, guði sé lof.
Yfir og út