Yallingup
Fór í Surf ferð til Yallingup með Peter, Tom, Maxim og Sophie. Fengum geggjað veður fyrsta daginn og finnst manni ótrúlegt að vera um hávetur í sjónum í marga klukkutíma í sólinni að surfa. Peter, Maxim og Sophie fóru niður eftir á Miðvikudags morgun og svo fylgdum við Tom á Fimmtudagskvöldið. Vöknuðum snemma alla daga borðuðum aussie breakkie egg, beikon, og brauð. Surfuðum svo fram á hádegismat sem var borðaður í Margaret River, Dunsborough, Yallingup eftir því hvar við vorum hverju sinni. Svo surfað fram á kvöldmat. Svo á kvöldin var grillað, drukkið bjór og rauðvín og spilað póker. Á Laugardeginum kom smá stormur um eftirmiðdaginn svo sjórinn varð mjög úfinn, dökkur og tók mann hálftíma að padla út og eina mínútu að koma til baka. Við urðum því ansi þreytt fljótt og enduðum með að leggja brettin upp á sand og body surfa, fara í leðjuglímu og hanaslag í 2 tíma. Þegar við svo ákváðum að halda til baka fórum við úr blautbúningunum og skoluðum þá í sjónum og röltum svo upp að bíl. Kom þá í ljós að Tom hafði geymt bíl lykilinn í vasanum í blautbúningnum og hann haði dottið úr við skolunina. Við Maxim fórum aftur niður að strönd vongóð um að finna lykilinn sem var auðvitað ekki, fengum svo lánað herðatré hjá eh fólki sem var þarna og vorum í klukkutíma að brjótast inn í bílinn og ég glorsoltin þurfti að horfa á hádegismatinn minn liggja inni í bílnum allan tímann. Ætluðum svo á barinn í Yallingup (það er sko bara einn bar) en vorum rukkuð um 25 $ um inngöngu þar sem það var eh ógurlegt band að spila, við héldum nú ekki og héldum til baka í the Chalet og héldum okkar eigin koju partý.
Héldum svo til baka um hádegi á sunnudag þar sem stormurinn hafði aukist og sjórinn var úfinn og í allar áttir og maður varð uppgefinn eftir eina mínútu að reyna að halda sér á lífi í þessu. Sluppum alveg við hákarla en Maxim varð fyrir árás af fugli sem réðist á hann úti í sjónum og beit hann til blóðs á nokkrum stöðum í fótinn, þar til Peter náði að hræða hann í burtu með brettinu sínu. Svo vorum við auðvitað með Sophie með í för sem vinnur sem strandvörður með skólanum svo við vorum nokkuð örugg. Fannst mér ótrúlegt hvað ég gleymdi alveg að hugsa um hákarla og held ég að ég se alveg að ko mast yfir vatnshræðslu mína þar sem ég er hætt að panikka svona mikið þegar ég er slömmuð niður af öldu og fer í þvottavélina. Sem sagt góð helgi nema næstu vikuna gekk ég um eins og hringjarinn í Notre Dame um clinicið.
Erum svo með Austurríkis fólk í heimsókn, Christoph og Alex vinir Peters eru í heimsókn og svo í fyrradag lenti pabbi Peters og kærasta hans. Er ég að verða ansi sleip í þýskunni þar sem pabbi Peters talar ekki mikla ensku og er alltaf að segja mér brandara á þýsku.
Svo er bara vika eftir þar til ég fer í frí, nema hvað að ég þarf að taka take home test í fríinu, en ég fer nú til Mellie og ætla ekkert að læra þar.
Jæja áfram með smjörið verð að halda áfram að læra
Héldum svo til baka um hádegi á sunnudag þar sem stormurinn hafði aukist og sjórinn var úfinn og í allar áttir og maður varð uppgefinn eftir eina mínútu að reyna að halda sér á lífi í þessu. Sluppum alveg við hákarla en Maxim varð fyrir árás af fugli sem réðist á hann úti í sjónum og beit hann til blóðs á nokkrum stöðum í fótinn, þar til Peter náði að hræða hann í burtu með brettinu sínu. Svo vorum við auðvitað með Sophie með í för sem vinnur sem strandvörður með skólanum svo við vorum nokkuð örugg. Fannst mér ótrúlegt hvað ég gleymdi alveg að hugsa um hákarla og held ég að ég se alveg að ko mast yfir vatnshræðslu mína þar sem ég er hætt að panikka svona mikið þegar ég er slömmuð niður af öldu og fer í þvottavélina. Sem sagt góð helgi nema næstu vikuna gekk ég um eins og hringjarinn í Notre Dame um clinicið.
Erum svo með Austurríkis fólk í heimsókn, Christoph og Alex vinir Peters eru í heimsókn og svo í fyrradag lenti pabbi Peters og kærasta hans. Er ég að verða ansi sleip í þýskunni þar sem pabbi Peters talar ekki mikla ensku og er alltaf að segja mér brandara á þýsku.
Svo er bara vika eftir þar til ég fer í frí, nema hvað að ég þarf að taka take home test í fríinu, en ég fer nú til Mellie og ætla ekkert að læra þar.
Jæja áfram með smjörið verð að halda áfram að læra