Trinadown under

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Afmæli

Afmælisbörnin Orri 1 árs og Katrín 27 ára
Afmælismaturinn
Orri var mættur líka í hörkustuði að heilla gesti veitingastaðarins eins og honum einum er lagið

Við meðleigjendurinir að hvíla lúin bein eftir surf stund


Þá er afmælinu lokið sem mig var búið að kvíða mikið fyrir. Hafði eitt næstum heilli viku í að röfla um hvað ég væri að verða gömul, að ég væri 27 ára einhleyp, ætti engar eignir og því hvergi heima, byggi í ferðatösku í útlöndum, með engin börn. Var því búin að ákveða að halda ekkert partý heldur myndi ég halda upp á afmælið mitt að hætti aldraðra, með því að fara út að borða.

Gat nú samt auðvitað ekki haldið mig frá áfenginu og eftir nokkrar ræður frá Sameeru um að ég yrði að detta laglega í það til að sýna að ég væri enn ung, datt ég auðvitað í það á Laugardagskvöldið til 6 um morgun. Var svo vakin fyrir 9 á sunnudag af Peter tuðandi um að bíllinn hans væri bilaður og hvort hann mætti fá minn lánaðan í klukkutíma til að hitta Andrew, ég vildi bara sofa og pældi ekkert í hvað maðurinn væri að gera til Andrews svona snemma. Svo um hádegi þegar ég loks skríð úr rekkju er bíllinn ekki enn komin heim og kemst ég að því að Peter og Trixie hafi farið á honum í vinnunna. Verð ég auðvitað ekki ánægð með þessa framkomu við eldri konu og tuða mikið yfir þessu við Tom sem var líka stórhneykslaður á þessari framkomu. Svo loks þegar þau koma heim og Maxim með eru aðeins 10 mínútur þar til við þurfum að vera mætt á veitingastaðinn. Byrja þau þá að tuða um að ég þurfi að keyra, þar sem bíllinn hans Peters bilaður, bíllinn hans Toms fullur af surbrettum og seglbretta búnaði og Trixie bensínlaus og við að verða sein. Er ég auðvitað ekki ánægð með að þurfa að keyra í minn eigin afmæliskvöldverð en fellst á að keyra. Þegar við svo troðum okkur öll inn í bílinn og ég starta byrjar tónlist að óma um allan bílinn. Var þetta þá afmælisgjöfin mín, nýtt bílaútvarp og auka hátalarar í aftursætin. Útvarpið mitt var búið að vera bilað í 2 mánuði og ég alltaf að kvarta yfir því að þurfa að keyra hraðbrautina á hverjum degi í þögn. Höfðu Andrew og Peter vaknað eftir 3 tíma svefn til að skella þessu í til að koma mér á óvart. Það hefur aldrei áður verið gert eitthvað svona óvænt fyrir mig áður og varð ég bara æst í fyrstu og gargaði á fólkið í bílnum og varð svo bara klökk, svona geta hormónarnir farið með mann þegar maður er að nálgast breytingaskeiðið. Borðaði ég svo auðvitað uppáhalds réttinn minn, spínat réttinn á Chutney Mary's með 10 góðum vinum.

Á svo sjálfan afmælisdaginn þurfti ég að vera í skólanum í 12 tíma, sem var ansi hressandi, en í síðasta tímanum um 7 leitið kom bekkurinn mér á óvart með köku með stjörnuljósum og Sarah gaf mér svo nýja Architecture in Helsinki diskinn og endalaust af saltlakkrís sem hún fann í eh nýrri nammibúð í MtLawley. Svo fékk ég fullt af fleiri góðum gjöfum surfbretti, afmælisbók, eyrnalokka, miða á Sirkús de Solei, íslenska bók, 4 Rosa Drauma, ameríska dollara, íslenskar krónur og svo eru víst fleiri pakkar á leiðinni. Ég hefði getað sleppt því að vera að væla í viku fyrir afmælið mitt yfir því að vera svo fjarri heimahögum og vera gömul því þetta var sko eitt af mínum bestu afmælum.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar, pakkana og kossa

Ég er strax farin að hlakka til að verða 27 ára aftur næsta ár.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Melbourne my kind of town






Þá er maður komin aftur í sólina í Perth eftir kalda viku í Melbourne með syninum.

Við Óli áttum dásamlega viku í Victoria þar sem Óli var góður gestgjafi og deildi öllu með mér meira að segja flensunni sinni. Fékk verstu flensu sem ég hef fengið í áraraðir og lá í valnum í heilan dag, þar sem gestgjafinn gaf mér nætur cold and flu töflurnar um morgun og ég varð útúr dópuð og svaf til 4 um daginn. Hann skildi ekkert í þessari þreytu minni þar sem hann hafði verið að bryðja þessa töflur í viku áður en ég kom og áttaði sig ekki á það væru dag og nætur töflur.

Fórum á söfn, búðir, bari, veitingastaði, kaffihús og fallegasta bíó sem ég hef komið í á international film festival.

Keyrðum svo part af Great Ocean Road og kíktum á Bells beach og Torque þar sem surfið byrjaðið í Ástralíu (samkvæmt Óla). Fórum ekkert út í þar sem við vorum bæði með flensu og þetta var nú ansi flatt. Verslaði oggu poggu og aðeins eitt par af skóm, en fékk nú 200 $ afslátt af þessu pari og eru þetta held ég bara bestu kaup sem ég hef gert. Svo var auvitað tekið smá rispu í vintage búðunum þar sem þær eru ekki margar hér í Perth og ég er í fílu út í þá bestu hér í Perth.

Svo er maður bara komin aftur í sólina í Perth ætlaði að nota restina af fríinu í að surfa en þar sem þessi flensa neitar að fara ligg ég bara uppi í rúmi í staðinn. Kannski eins gott þar sem það er 4 metra hvít hákarl að læðast um strendur Perth. Hann elti víst dauðan hval sem rak á land í Hillary Boat Harbour og er öllum ströndum þar í kring lokað og verið að fjarlæga hval líkið. Langar ekkert rosalega að hitta þennan hákarl sem er ábyggilega svangur og reiður þar sem máltíðin hans var fjarlægð.

Skólinn byrjar svo á mánudag klukkan 9 og verð ég fyrsta daginn til hálf níu um kvöld, ótrúlega spennandi stundaskrá, tvo daga í viku í 11 tíma í skólanum vei vei. Og verð ég í 11 tíma af afmælisdeginum mínum í skólanum, eins og það sé ekki nóg píning að þurfa að verða 27 ára!!