Læri læri tækifæri !
Varð víst að blogga þar sem Óli var farin að kvarta yfir bloggleysi og að mynd af honum blasti við honum í hvert skipti sem hann opnaði bloggið. Verð ég víst að verða við ósk hans þar sem ég hringdi í hann degi of seint með afmæliskveðjur.
Annars er ekkert að gerast hjá mér um þessar mundir, er bara að læra og læra og læra út í eitt. Hef aukið við mig vinnu sem aðstoðar rannsóknar kona til að eiga fyrir jólagjöfum svo ég bara vinn, sé skjólstæðinga og læri. Nóvember er strembin þar sem það eru verkefnaskil, próf og skýrslu skrif á hverju horni og ætlar þetta engan endi að taka. Hef ég því tekið upp Ástralska lífstílin að vakna hálf 7 á morgnana, ég geng þó ekki svo langt að vera komin í rúmið um 10 eins og margir ástralir, enda engin tími til að njóta forréttinda eins og sofa um þessar mundir.
Ákvað nú að láta fylgja myndir frá Spring in the Valley frá þeim dögum þar sem ég átti frásaganarvert líf. Fór sem sagt í Spring in the Valley, sem er fyrir þá sem ekki þekkja, vor uppskeru hátíð á vínekrunum hér í rétt fyrir utan borgina. Við leigðum rútu um 26 manns og vorum með þemað "Funky Punk" sem engin skildi nú alveg, (ekki einu sinni indverska prinsessan sem heimtaði þetta þema) og Sophie hélt að væri Funky Pink og mætti í öllu bleiku. En festivalið er sem sagt keyrsla á milli vínekra, þar sem er svo stoppað á hverri vínekru í um klukkutíma í senn og drukkið og dansað í sólinni frá 10 um morgun til 5 um eftirmiðdag. Svo er gubbað og farið í rúmið um kvöldmatarleiti eftir að hafa troðið Hungry Jacks í grímuna á sér. Ég var svo voða hress daginn eftir í skólanum frá 9 um morgun til 9 um kvöld.
En jæja verð að halda áfram að læra, það er nú einu sinni föstudagskvöld og ég er heima að skrifa skýrslur og undirbúa fyrirlestur sem er aðeins einn og hálfur tími, sem ég þarf að vera með í næstu viku, í stað þess að vera í afmæli Aliciu. Partý Partý !!!