Trinadown under

mánudagur, desember 03, 2007

Nú er árið loks að líða undir lok.........................hjúkket...................held að þetta hafi verið erfiðasta ár sem ég hef upplifað og nú er ég ekki með drama ýkjur.
Hef aldrei áður upplifað svona mikið stress, grenj, svefnleysi og þunglyndi, fékk taugaáfall í fyrsta skipti held ég, ekki gaman það. En ég lifði þetta af á bara eftir nokkur lítil verkefni og þá er ég alveg búin. Er svo að fara í verknám á næstu önn á King Edwards sem er spítali fyrir konur svo ég verð annaðhvort að vinna með konur sem eru með krabbamein eða konur sem voru að eignast fyrirbura eða með fæðingarþunglyndi. Er voða spennt fyrir því, meika samt ekki að skjólstæðingar mínir séu mikið að deyja á nógu erfitt með að enda meðferð og senda þau burt lifandi.
En annars er ég búin að flytja í hippa bæinn Freo, bý í húsi á stultum með pall allan hringinn er að panikka að yfir því að snákar komi þarna undir, er alltaf að spyrja Andrew því mér finnst hann svo sjóaður ástrali (hann keyrir um á gömlum ute og er núna með yfirvaraskegg), hann heldur að þetta verði líklega í lagi. En auðvitað er ekkert sjónvarpsloftnet eða síma innstungur í hippahúsinu, svo það er ekkert sjónvarp og ekkert internet. Tom og Cherie eru svo farin í bólið fyrir 9 á kvöldin svo ég sit með vínglas út á palli og horfði á sálfræði myndbönd sem ég fæ í clinicinu í tölvunni minni á kvöldin. Mjög spennandi, líður eins og ég sé áttræð, og verð því að fara á rokktónleika á morgun til að yngja mig upp, kannski ég múgsurfi bara til að halda mér ungri.
Annars er bara að klára skólann, kaupa jólagjafir, þrífa gamla húsið, pakka upp nýja húsinu og liggja á ströndinni þar til haldið er í ferðalagið. Stoppa í Tælandi til að kaupa ódýrt glingur og drasl og svo til Frankfurt að hitta móðgurnar.
Sjáumst bráðum á klakanum (sorry mamma veit þú hatar þegar fólk segir þetta, svo ég varð bara að skrifa það).

föstudagur, nóvember 02, 2007

Læri læri tækifæri !





Varð víst að blogga þar sem Óli var farin að kvarta yfir bloggleysi og að mynd af honum blasti við honum í hvert skipti sem hann opnaði bloggið. Verð ég víst að verða við ósk hans þar sem ég hringdi í hann degi of seint með afmæliskveðjur.

Annars er ekkert að gerast hjá mér um þessar mundir, er bara að læra og læra og læra út í eitt. Hef aukið við mig vinnu sem aðstoðar rannsóknar kona til að eiga fyrir jólagjöfum svo ég bara vinn, sé skjólstæðinga og læri. Nóvember er strembin þar sem það eru verkefnaskil, próf og skýrslu skrif á hverju horni og ætlar þetta engan endi að taka. Hef ég því tekið upp Ástralska lífstílin að vakna hálf 7 á morgnana, ég geng þó ekki svo langt að vera komin í rúmið um 10 eins og margir ástralir, enda engin tími til að njóta forréttinda eins og sofa um þessar mundir.

Ákvað nú að láta fylgja myndir frá Spring in the Valley frá þeim dögum þar sem ég átti frásaganarvert líf. Fór sem sagt í Spring in the Valley, sem er fyrir þá sem ekki þekkja, vor uppskeru hátíð á vínekrunum hér í rétt fyrir utan borgina. Við leigðum rútu um 26 manns og vorum með þemað "Funky Punk" sem engin skildi nú alveg, (ekki einu sinni indverska prinsessan sem heimtaði þetta þema) og Sophie hélt að væri Funky Pink og mætti í öllu bleiku. En festivalið er sem sagt keyrsla á milli vínekra, þar sem er svo stoppað á hverri vínekru í um klukkutíma í senn og drukkið og dansað í sólinni frá 10 um morgun til 5 um eftirmiðdag. Svo er gubbað og farið í rúmið um kvöldmatarleiti eftir að hafa troðið Hungry Jacks í grímuna á sér. Ég var svo voða hress daginn eftir í skólanum frá 9 um morgun til 9 um kvöld.

En jæja verð að halda áfram að læra, það er nú einu sinni föstudagskvöld og ég er heima að skrifa skýrslur og undirbúa fyrirlestur sem er aðeins einn og hálfur tími, sem ég þarf að vera með í næstu viku, í stað þess að vera í afmæli Aliciu. Partý Partý !!!


sunnudagur, september 30, 2007

Óla heimsókn

Mæðginin sameinuð á ný með G & T
Trixie fór upp á svið að dansa við þennan hressa bloke
Óli að borða heila og Linnie að reyna að æla ekki í bakgrunninum.
54 Draumar sem renna ljúflega niður
Við að leika hvernig Tom mun enda í lok kvöldsins út um Taxa gluggan




Óli og Draumarnir eru komin til Perth og hafa verið miklir fagnaðar fundir. Fyrsta kvöldið hans héldum við Kanimbla fjölskyldan matarboð þar sem boðið var upp á Lamba heila og háls ala French kúsín. Smökkuðust heilarnir meira eins og fiskur en lamb og bráðnuðu uppi í okkur. Sem betur fer höfðum við líka keypt nautasteikur sem var skellt á grillið eftir nokkra bita af heilunum.
Daginn eftir komu svo loksins Draumarnir í hús og kom í ljós að þeir voru 54 en ekki 27. Peter hafði pantað 27 Drauma fyrir afmælið mitt frá Nordic Store en vegna "flensu starfsmanns"! komu þeir ekki fyrr en meira en mánuði seinna og kom þá í ljós að hann hafði pantað 27 pakka með 2 Draumum í svo við enduðum með 54!. Hefur klósettpappírinn klárast þar sem mikið hefur verið um Drauma át á Kanimbla Rd.

Við Óli skelltum okkur svo í lunch í Kebab á Scarborough strönd þar sem Kebabarnir í Melbourne eru ekki ekta Kebabar og Óli var búin að sakna þeirra mikið. Annars erum við bara búin að vera að chilla saman mæðginin mikið búið að drekka, surfa og chilla. Skelltum okkur nokkur til Lancelin á Laugardag og vorum þar heilan dag að surfa, allir komu heim með tan nema ég, ég kom bara heim með freknur í staðinn, ekki sátt við þetta. Ætluðum svo í 30tugs afmæli Malcoms um kvöldið en vorum sofnuð eftir indverska matinn og bjór klukkan 9 ! Í dag er svo Óli í brúðkaupi og ég heima að læra, skelltum okkur í pásunni hans frá brúðkaupinu á Flying Scothsman að fá okkur pissu og bjór á 10 $ (á eftir að sakna þessa að búa í Perth og fá bjór og pizzu á 500 Kr) og hittum latínó þjófa. Er að spá í að skella mér núna í partý hjá Scott þar sem hann er víst með dagskrá í partýinu sem samanstendur af 4 hljómsveitum og 3 Dj-um, skil ekki alveg hvar hann ætlar að koma þessu fyrir heima hjá sér eða hvað þetta verður langt partý. En það er public holiday í dag svo það er frí á morgun. Óli yfirgefur mig svo á morgun og eftir surf og hóp morgunmat á ströndinni. Og þá fer ég aftur í bækurnar og að chilla á bókasöfnum. Spennandi líf í Ástralíu sem maður lifir.


sunnudagur, september 23, 2007

Vorið er að koma









Það er vor í loftinu hér í Perth. Næturnar eru ekki eins kaldar og maður er komin í stuttbuxna náttfötin. En með vorinu koma pöddurnar og er ég nú þegar komin með moskító bit yfir mig alla. Ennfremur var ég á salerninu í skólanum um daginn þegar ég skyndilega áttaði mig á því að ég var ekki ein, perra eðla stóð í básnum og starði á mig á meðan ég pissaði það er engin friður fyrir þessum vor verum. Annars er ég bara búin að vera að læra eins og hundur þar sem Óli er að koma á Miðvikudag og ætla eg að reyna að taka smá frí til að skemmta gestinum. Við ætlum að fara í dagsferð til Lancelin og surfa og hef ég ekkert geta æft mig að surfa fyrir komu Óla þar sem læknirinn í Murdoch þurfti endilega að skera stykki úr hendinni á mér svo nú má ég ekkert koma nálægt sjónum og verð að baða mig með vinstri hendinni. Er búin að vera með undarlegan blett á hendinni í 2 mánuði og búin að bera 20 mismunandi krem á mig en ekkert lagast svo hann vildi taka húðsýni til að athuga hvort þetta væri krabbamein. Ég hélt að þetta yrði lítið mál dreif mig til hans og þá var hann bara með sprautur og hnífa tilbúna. Gerði hendina á mér svo dofna að ég gat varla keyrt heim og nú lít ég út eins og ég hafi reynt að drepa mig, með umbúðir um úlnliðinn. Ekki gott þar sem ég var að hitta nýja skjólstæðinga næsta dag og ekki beint traustvekjandi að fara til sálfræðings sem lítur út eins og hún hafi verið að skera á sér úlnliðinn kvöldið áður. Og hvernig get ég verið með húðkrabbamein þegar ég er aldrei í sólinni eins og sést á myndinni að ofan af mér og Tom sem var í sólbaði allan gærdag.



Annars er lítið að frétta þar sem ég er búin að búa á bókasafninu undanfarið og er bara alltaf að læra. Fór nú samt í afmælið hans Andrews í gær og var svo hress að ég var komin heim fyrir miðnætti, svona er maður spennandi. Andrew ætlaði ekki að trúa því þegar ég afþakkaði skot á barnum og ætlaði bara að drífa mig heim.



Er annars búin að kaupa flugmiða heim, mun fljúga í gegnum Tæland og Þýskaland í þetta skiptið, yfirgef Perth þann 11. Desember en veit ekki enn hvenær ég verð komin til Íslands því móðir mín og systir ætla að hitta mig í Kaupmannahöfn og við svo fljúga allar saman til Íslands.

Verður liðið nærri ár síðan ég var á Íslandi og 4 ný börn búin að bætast í hópinn sem ég þarf að kynnast og spilla yfir þennan mánuð sem ég verð heima.



C ya mates

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Afmæli

Afmælisbörnin Orri 1 árs og Katrín 27 ára
Afmælismaturinn
Orri var mættur líka í hörkustuði að heilla gesti veitingastaðarins eins og honum einum er lagið

Við meðleigjendurinir að hvíla lúin bein eftir surf stund


Þá er afmælinu lokið sem mig var búið að kvíða mikið fyrir. Hafði eitt næstum heilli viku í að röfla um hvað ég væri að verða gömul, að ég væri 27 ára einhleyp, ætti engar eignir og því hvergi heima, byggi í ferðatösku í útlöndum, með engin börn. Var því búin að ákveða að halda ekkert partý heldur myndi ég halda upp á afmælið mitt að hætti aldraðra, með því að fara út að borða.

Gat nú samt auðvitað ekki haldið mig frá áfenginu og eftir nokkrar ræður frá Sameeru um að ég yrði að detta laglega í það til að sýna að ég væri enn ung, datt ég auðvitað í það á Laugardagskvöldið til 6 um morgun. Var svo vakin fyrir 9 á sunnudag af Peter tuðandi um að bíllinn hans væri bilaður og hvort hann mætti fá minn lánaðan í klukkutíma til að hitta Andrew, ég vildi bara sofa og pældi ekkert í hvað maðurinn væri að gera til Andrews svona snemma. Svo um hádegi þegar ég loks skríð úr rekkju er bíllinn ekki enn komin heim og kemst ég að því að Peter og Trixie hafi farið á honum í vinnunna. Verð ég auðvitað ekki ánægð með þessa framkomu við eldri konu og tuða mikið yfir þessu við Tom sem var líka stórhneykslaður á þessari framkomu. Svo loks þegar þau koma heim og Maxim með eru aðeins 10 mínútur þar til við þurfum að vera mætt á veitingastaðinn. Byrja þau þá að tuða um að ég þurfi að keyra, þar sem bíllinn hans Peters bilaður, bíllinn hans Toms fullur af surbrettum og seglbretta búnaði og Trixie bensínlaus og við að verða sein. Er ég auðvitað ekki ánægð með að þurfa að keyra í minn eigin afmæliskvöldverð en fellst á að keyra. Þegar við svo troðum okkur öll inn í bílinn og ég starta byrjar tónlist að óma um allan bílinn. Var þetta þá afmælisgjöfin mín, nýtt bílaútvarp og auka hátalarar í aftursætin. Útvarpið mitt var búið að vera bilað í 2 mánuði og ég alltaf að kvarta yfir því að þurfa að keyra hraðbrautina á hverjum degi í þögn. Höfðu Andrew og Peter vaknað eftir 3 tíma svefn til að skella þessu í til að koma mér á óvart. Það hefur aldrei áður verið gert eitthvað svona óvænt fyrir mig áður og varð ég bara æst í fyrstu og gargaði á fólkið í bílnum og varð svo bara klökk, svona geta hormónarnir farið með mann þegar maður er að nálgast breytingaskeiðið. Borðaði ég svo auðvitað uppáhalds réttinn minn, spínat réttinn á Chutney Mary's með 10 góðum vinum.

Á svo sjálfan afmælisdaginn þurfti ég að vera í skólanum í 12 tíma, sem var ansi hressandi, en í síðasta tímanum um 7 leitið kom bekkurinn mér á óvart með köku með stjörnuljósum og Sarah gaf mér svo nýja Architecture in Helsinki diskinn og endalaust af saltlakkrís sem hún fann í eh nýrri nammibúð í MtLawley. Svo fékk ég fullt af fleiri góðum gjöfum surfbretti, afmælisbók, eyrnalokka, miða á Sirkús de Solei, íslenska bók, 4 Rosa Drauma, ameríska dollara, íslenskar krónur og svo eru víst fleiri pakkar á leiðinni. Ég hefði getað sleppt því að vera að væla í viku fyrir afmælið mitt yfir því að vera svo fjarri heimahögum og vera gömul því þetta var sko eitt af mínum bestu afmælum.

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar, pakkana og kossa

Ég er strax farin að hlakka til að verða 27 ára aftur næsta ár.

föstudagur, ágúst 03, 2007

Melbourne my kind of town






Þá er maður komin aftur í sólina í Perth eftir kalda viku í Melbourne með syninum.

Við Óli áttum dásamlega viku í Victoria þar sem Óli var góður gestgjafi og deildi öllu með mér meira að segja flensunni sinni. Fékk verstu flensu sem ég hef fengið í áraraðir og lá í valnum í heilan dag, þar sem gestgjafinn gaf mér nætur cold and flu töflurnar um morgun og ég varð útúr dópuð og svaf til 4 um daginn. Hann skildi ekkert í þessari þreytu minni þar sem hann hafði verið að bryðja þessa töflur í viku áður en ég kom og áttaði sig ekki á það væru dag og nætur töflur.

Fórum á söfn, búðir, bari, veitingastaði, kaffihús og fallegasta bíó sem ég hef komið í á international film festival.

Keyrðum svo part af Great Ocean Road og kíktum á Bells beach og Torque þar sem surfið byrjaðið í Ástralíu (samkvæmt Óla). Fórum ekkert út í þar sem við vorum bæði með flensu og þetta var nú ansi flatt. Verslaði oggu poggu og aðeins eitt par af skóm, en fékk nú 200 $ afslátt af þessu pari og eru þetta held ég bara bestu kaup sem ég hef gert. Svo var auvitað tekið smá rispu í vintage búðunum þar sem þær eru ekki margar hér í Perth og ég er í fílu út í þá bestu hér í Perth.

Svo er maður bara komin aftur í sólina í Perth ætlaði að nota restina af fríinu í að surfa en þar sem þessi flensa neitar að fara ligg ég bara uppi í rúmi í staðinn. Kannski eins gott þar sem það er 4 metra hvít hákarl að læðast um strendur Perth. Hann elti víst dauðan hval sem rak á land í Hillary Boat Harbour og er öllum ströndum þar í kring lokað og verið að fjarlæga hval líkið. Langar ekkert rosalega að hitta þennan hákarl sem er ábyggilega svangur og reiður þar sem máltíðin hans var fjarlægð.

Skólinn byrjar svo á mánudag klukkan 9 og verð ég fyrsta daginn til hálf níu um kvöld, ótrúlega spennandi stundaskrá, tvo daga í viku í 11 tíma í skólanum vei vei. Og verð ég í 11 tíma af afmælisdeginum mínum í skólanum, eins og það sé ekki nóg píning að þurfa að verða 27 ára!!


sunnudagur, júlí 22, 2007

Yallingup






Fór í Surf ferð til Yallingup með Peter, Tom, Maxim og Sophie. Fengum geggjað veður fyrsta daginn og finnst manni ótrúlegt að vera um hávetur í sjónum í marga klukkutíma í sólinni að surfa. Peter, Maxim og Sophie fóru niður eftir á Miðvikudags morgun og svo fylgdum við Tom á Fimmtudagskvöldið. Vöknuðum snemma alla daga borðuðum aussie breakkie egg, beikon, og brauð. Surfuðum svo fram á hádegismat sem var borðaður í Margaret River, Dunsborough, Yallingup eftir því hvar við vorum hverju sinni. Svo surfað fram á kvöldmat. Svo á kvöldin var grillað, drukkið bjór og rauðvín og spilað póker. Á Laugardeginum kom smá stormur um eftirmiðdaginn svo sjórinn varð mjög úfinn, dökkur og tók mann hálftíma að padla út og eina mínútu að koma til baka. Við urðum því ansi þreytt fljótt og enduðum með að leggja brettin upp á sand og body surfa, fara í leðjuglímu og hanaslag í 2 tíma. Þegar við svo ákváðum að halda til baka fórum við úr blautbúningunum og skoluðum þá í sjónum og röltum svo upp að bíl. Kom þá í ljós að Tom hafði geymt bíl lykilinn í vasanum í blautbúningnum og hann haði dottið úr við skolunina. Við Maxim fórum aftur niður að strönd vongóð um að finna lykilinn sem var auðvitað ekki, fengum svo lánað herðatré hjá eh fólki sem var þarna og vorum í klukkutíma að brjótast inn í bílinn og ég glorsoltin þurfti að horfa á hádegismatinn minn liggja inni í bílnum allan tímann. Ætluðum svo á barinn í Yallingup (það er sko bara einn bar) en vorum rukkuð um 25 $ um inngöngu þar sem það var eh ógurlegt band að spila, við héldum nú ekki og héldum til baka í the Chalet og héldum okkar eigin koju partý.
Héldum svo til baka um hádegi á sunnudag þar sem stormurinn hafði aukist og sjórinn var úfinn og í allar áttir og maður varð uppgefinn eftir eina mínútu að reyna að halda sér á lífi í þessu. Sluppum alveg við hákarla en Maxim varð fyrir árás af fugli sem réðist á hann úti í sjónum og beit hann til blóðs á nokkrum stöðum í fótinn, þar til Peter náði að hræða hann í burtu með brettinu sínu. Svo vorum við auðvitað með Sophie með í för sem vinnur sem strandvörður með skólanum svo við vorum nokkuð örugg. Fannst mér ótrúlegt hvað ég gleymdi alveg að hugsa um hákarla og held ég að ég se alveg að ko mast yfir vatnshræðslu mína þar sem ég er hætt að panikka svona mikið þegar ég er slömmuð niður af öldu og fer í þvottavélina. Sem sagt góð helgi nema næstu vikuna gekk ég um eins og hringjarinn í Notre Dame um clinicið.
Erum svo með Austurríkis fólk í heimsókn, Christoph og Alex vinir Peters eru í heimsókn og svo í fyrradag lenti pabbi Peters og kærasta hans. Er ég að verða ansi sleip í þýskunni þar sem pabbi Peters talar ekki mikla ensku og er alltaf að segja mér brandara á þýsku.
Svo er bara vika eftir þar til ég fer í frí, nema hvað að ég þarf að taka take home test í fríinu, en ég fer nú til Mellie og ætla ekkert að læra þar.
Jæja áfram með smjörið verð að halda áfram að læra