Vetur í Ástralíu
Það er komin vetur í Ástralíu, 1. Júní er fyrsti vetrardagur hér og er tanið farið að renna af okkur eins og bráðið smjör. Það er farið að kólna ansi mikið og erum við farin að setja hitarann á í íbúðinni. Það er nú samt um 15 til 20 stig á daginn og enn sól. Ég hef tekið eftir því að Ástralar kunna ekkert að klæða sig eftir veðri. Sumir ástralskir karlmenn eru í stuttbuxum og stuttermabol allt árið. Í dag sat ég á kaffihúsi niðri í bæ og horfði á fólkið ganga fram hjá, þá sá ég fólk í síðbuxum og ullarkápum með trefil og aðra í stuttbuxum og hlýrabol.
Já það er sko margt skrítið í henni Ástralíunni. Síðustu dagar hafa verið undarlegir hjá mér og nenni ég eiginlega ekki að skrifa um þetta allt saman hér en það sem hefur gerst er að:
Um daginn stóð ég á götuhorni innan um hórur, að gramsa í ruslatunnu (eins gott að það sáu mig ekki margir, eins og sumir orðuðu það, hefði þetta getað orðið mannorðsmorð).
Um daginn öskraði á mig biluð kona F orðinu 25 sinnum og fleiru ljótu sem ég ætla ekki að telja upp hér (það er gaman í verknámi í Ástralíu).
Ég fékk skjólstæðing númer tvö í Ástralíu eftir að fyrrum skjólstæðingar mínir rændu bar og stungu af, og gaman gaman nýji skjólstæðingurinn minn er vændiskona (ég veit eiginlega ekki hvar meðferðin á að byrja þar sem ég þekki litið þennan bransa
og vona að hún stingi ekki af líka).
Fór í kveðjuparty Corey og Daniels á vitleysum degi, þökk sé skipulags hæfileikum næstkomandi formanni Íslendingafélagsins í Perth (ekkert vandræðalegt).
Tók lestina í nýju peysunni sem ég keypti í second- hand búð og var tvisvar boðið "gamlingja" sætið í lestinni (Það fyrsta sem Áslaug systir sagði þegar hún sá peysuna var "þetta er gömlukonu peysa", þarf kannski að skila bara peysunni).
Annars hefur verið svolítill ættingjafílingur hér í Perth, síðustu helgi var okkur íslendingunum boðið í matarboð til Gunnars Víkings og voru þar íslendingar/ástralir (íslendingar sem búið hafa í Ástralíu í 30 ár og þess vegna eiginlega orðnir blandaðir) líka. Þetta var svona eins og að vera í ættingjaboði að hafa svona marga íslendinga á ýmsum aldri samankomna að ræða um gömlu dagana. Ótrúlega gaman þar sem maður á nú ekki stóra fjölskyldu hér niður frá. Svo næstu helgi er okkur boðið í annað svona til mömmu Óskar sem búið hefur hér í tuttugu og fimm ár, hún er samt ekki leigubílstjóri.
Sjáumst svo bráðum á Íslandi, er farin að hlakka mjög til að koma og sjá öll nýju börnin og var nú bara eitt enn að bætast við í gær, til hamingju Dröfn og Leifi.
Og svo auðvitað er ég orðin enn spenntari eftir að ég frétti að það sé farið að undirbúa veislur með íslenskum mat mér til heiðurs. Hlakka til að hrauna í mig hangkjötinu, salt kjöti og baunum og kjötsúpu (takk Auður, þú ert gullmoli).
P.s. Það er enn eitthvað bilað, svo ég get ekki sett inn myndir.
Cheers mates
Já það er sko margt skrítið í henni Ástralíunni. Síðustu dagar hafa verið undarlegir hjá mér og nenni ég eiginlega ekki að skrifa um þetta allt saman hér en það sem hefur gerst er að:
Um daginn stóð ég á götuhorni innan um hórur, að gramsa í ruslatunnu (eins gott að það sáu mig ekki margir, eins og sumir orðuðu það, hefði þetta getað orðið mannorðsmorð).
Um daginn öskraði á mig biluð kona F orðinu 25 sinnum og fleiru ljótu sem ég ætla ekki að telja upp hér (það er gaman í verknámi í Ástralíu).
Ég fékk skjólstæðing númer tvö í Ástralíu eftir að fyrrum skjólstæðingar mínir rændu bar og stungu af, og gaman gaman nýji skjólstæðingurinn minn er vændiskona (ég veit eiginlega ekki hvar meðferðin á að byrja þar sem ég þekki litið þennan bransa
og vona að hún stingi ekki af líka).
Fór í kveðjuparty Corey og Daniels á vitleysum degi, þökk sé skipulags hæfileikum næstkomandi formanni Íslendingafélagsins í Perth (ekkert vandræðalegt).
Tók lestina í nýju peysunni sem ég keypti í second- hand búð og var tvisvar boðið "gamlingja" sætið í lestinni (Það fyrsta sem Áslaug systir sagði þegar hún sá peysuna var "þetta er gömlukonu peysa", þarf kannski að skila bara peysunni).
Annars hefur verið svolítill ættingjafílingur hér í Perth, síðustu helgi var okkur íslendingunum boðið í matarboð til Gunnars Víkings og voru þar íslendingar/ástralir (íslendingar sem búið hafa í Ástralíu í 30 ár og þess vegna eiginlega orðnir blandaðir) líka. Þetta var svona eins og að vera í ættingjaboði að hafa svona marga íslendinga á ýmsum aldri samankomna að ræða um gömlu dagana. Ótrúlega gaman þar sem maður á nú ekki stóra fjölskyldu hér niður frá. Svo næstu helgi er okkur boðið í annað svona til mömmu Óskar sem búið hefur hér í tuttugu og fimm ár, hún er samt ekki leigubílstjóri.
Sjáumst svo bráðum á Íslandi, er farin að hlakka mjög til að koma og sjá öll nýju börnin og var nú bara eitt enn að bætast við í gær, til hamingju Dröfn og Leifi.
Og svo auðvitað er ég orðin enn spenntari eftir að ég frétti að það sé farið að undirbúa veislur með íslenskum mat mér til heiðurs. Hlakka til að hrauna í mig hangkjötinu, salt kjöti og baunum og kjötsúpu (takk Auður, þú ert gullmoli).
P.s. Það er enn eitthvað bilað, svo ég get ekki sett inn myndir.
Cheers mates