Trinadown under

sunnudagur, nóvember 26, 2006

Air Race






Fórum á Air race í South Perth í 28 stiga hita, með rúmlega 200 000 manns. Mér finnst alltaf svo gaman að bera saman svona fjöldasamkomur við Ísland og sjá svipina á Áströlunum, þegar ég segji þeim að við séum bara 300 000.
Það vann einhver frá Ungverjalandi flugkeppnina, eða það held ég og ástralinn flaug á eina súluna. Annars hætti ég að horfa eftir fyrstu lotu þar sem ég sé ekki hvort ástralinn hafi verið 3 sekúndum á undan bretanum eða ekki. Fékk mér bara bjór og slúðraði í staðinn. En þetta er sniðug leið til að verja sunnudegi í sólinni. Hitti sturluð hjón sem eiga átta börn og eru búin að búa í húsbíl í 5 ár að keyra um Ástralíu. Maðurinn var ansi töff ber að ofan í leðurvesti og Krókódíla Dundee hatt. Pant vera sá sem fær að losa klósett tankinn í húsbílnum.
En jæja verð að halda áfram í gleðinni, má engan tíma missa á aðeins viku eftir í Perth.

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Síðustu Dagar








Já nú fer að koma að því að ég þarf að kveðja hana Perth mína. Við höfum átt í löngu sambandi með gleði og sorgar stundum og nú á ég aðeins tvær vikur eftir hér. En þangað til dvöl minni líkur hér er best að njóta sem mest.
Foreldrar Grétars og afi eru búin að vera hér í 10 daga og eru nýfarin. Við gerðum helstu túrista hlutina með þeim, þar á meðal heimsóttum Rottnest Island þar sem áttræður afi Grétars hjólaði 8 km eins og ekkert væri, drukkum vín á vínekrum bæði í Margaret River og Swan Valley, klöppuðum ýmsum dýrategundum og chilluðum í borginni. Ótrúlega gaman að fá gesti þar sem það leggja ekki margir á sig að koma alla leið hingað niður eftir.

Núna tekur svo við viðtöl við skóla, pakkningar og sölumennska, vinna og njóta sólarinnar og þess sem Perth bíður upp á, kannski í síðasta sinn.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Surf Camp



















Já nú er maður orðin helvíti vanur aussie. Skellti mér í surf camp síðustu helgi með Óla, Sameeru, Andrew og Peter. Var surfað allan daginn í 28 stiga hita og sól og svo grillað, drukkið rauðvín, og horft á sólarlagið um kvöldið. Ég fór í mína fyrstu óbrotnu öldu og reið henni alla leið upp á sand og verð ég að játa að ég var með bros út að báðum eyrum og fiðrildi í maganum og er hér með orðin húkkt á þessu. En þegar endurtaka átti leikinn, gleypti aldan mig, tugði mig og spítti mér svo út. Nú veit ég hvernig kettinum sem settur er í þvottavél líður. En maður lætur ekki deigan síga og heldur ótrauður áfram. Fór mér mikið fram og er hér með farin að surfa á 7.2 bretti næstum eins og surfararnir sem ég dáist alltaf að niðri á strönd.
Mér stóð nú samt ekki á sama þegar við fórum eldsnemma á sunnudags morgun að surfa og öll hættumerki um hákarla görguðu á mig. Við vorum í sjónum á matmálstíma hákarla, sjórinn var fullur af sjávarfangi og frekar gruggugur (hákarlarnir sækja í svona sjó), og svo var einhver helvítis hundur þarna að hlaupa geltandi út í sjó, (maður á aldrei að fara út í sjó með hundinn sinn, því hákarlarnir heyra í honum buslið og geltið og halda að þetta sé selur og syndir á staðinn í snarhasti). En sem betur fer urðum við ekki vör við neina hákarla. En þegar ég kom í vinnuna á mánudag og las blöðin, blasti við mér frétt um að tveimur ströndum í Perth hafði verið lokað um þessa sömu helgi vegna 3 metra hvíthákarls sem var að sniglast við ströndina. Við vorum aðeins 1 og 1/2 tíma fyrir utan borgina svo maður veit ekkert hvert þessi elska hefur synt yfir helgina.
Eftir næstu helgi koma svo foreldrar og afi Grétars í heimsókn. Ég er búin að fá frí í vinnunni og verður skellt sér í ferðalög, legið í vísmökkunum, tek ég það fram að ég hef ekki orðið drukkinn síðan Spring in the Valley (þið hélduð að ég gæti þetta ekki) svo nú skal byrja smökkunina á ný í Margaret River og legið í vellistingum.
C ya mates