Trinadown under

mánudagur, desember 19, 2005

Þar sem það er orðið ansi einmannalegt á Little Brownstreet eftir að Grétar fór til Íslands. Þá fékk ég mér gæludýr til að kúra með á kvöldin.....þetta er hann vambi.


sunnudagur, desember 18, 2005

Stuð Stuð Stuð


Já nú er allt að verða vitlaust hér í Perth, vandræða unglingarnir eins og Auður kallar þá a.k.a foreldrar mínir eru komnir Down under. Og nú hefst æsingurinn að sýna þeim allt hér áður en þau fara aftur. Við fórum í fimm daga ferðalag hérna suðureftir í Vestur Ástralíu. Tókum þetta með stæl og leigðum húsbíl.

Þetta var mjög skemmtileg ferð, við skoðuðum gimsteinahelli, sáum þar sem suðurhaf og Indlandshaf mætast, fórum á bryggju sem nær tvo kílómetra út í sjó, skoðuðum súkkulaði, osta og nammi verksmiðjur, smökkuðum vín í vínsmökkunum og margt margt fleira. Það var mjög töff að rúlla út úr "skúrnum" (eins og mamma kallaði húsbílinn) á vínekrunum þegar við fórum í vínsmakkanir. Á daginn sáum við villta stóra marglita páfagauka og á kvöldin komu kengúrur og possums (sem er hálfgerð blanda af íkorna og rottu) fyrir utan húsbílinn. Ég og Áslaug systir urðum eitt kvöldið ansi skelkaðar, það voru um átta kengúrur fyrir utan "skúrinn" og fórum við út að kíkja. Skyndilega fældust kengúrurnar og byrjuðu að hoppa í allar áttir. Ein kengúran stefndi beint á 0kkur systurnar og fundum við jörðina nötra undir okkur. Svo skyndilega tók hún snögga beygju og stökk burt. Kengúran var á stærð við okkur og vorum við ansi hræddar að hún myndi boxa okkur. Rákumst sem betur fer ekki á neina snáka. En það gæti gerst á morgun, ég fékk þessa tilkynningu um daginn.

The return to warmer weather has resulted in increased snake activity oncampus. The most common are the tiger snake, brown snake and thedugite. Bobtail lizards are also active.Snakes and lizards will normally avoid any human contact and will moveaway when approached. Should a snake be located where it may causesomeone harm, please contact Security Services immediately on telephone9360 6262.

Ég þarf að fara niður í skóla á morgun og er að logsjóða mér stál búning núna, svona eins og Ned Kelly var í.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Allir að verða vitlausir



Hákarlarnir hérna Down under eru orðnir svo klikkaðir að þeir eru farnir að ráðast bara á báta líka. Þessi hákarl er 4 m og réðst á þennan bát, hann var svo sterkur að hann dró bátinn bara með sér og eigendurnir urðu ansi skelkaðir.

Svo verð ég að segja frá rannsókn sem var hér í dagblaðinu. Ástralir eru mikið fyrir sopann og hafa nú verið að rannsaka af hverju maður fær bjórgleraugu. Ég ætla bara að hafa þetta á útlensku.

SCIENTISTS have figured out why alcohol makes ugly people seem more attractive - otherwise known as the "beer goggles" effect.
Far from being a simple matter of how much you have to drink, the researchers have devised a complex formula which takes into account the level of light in the pub or club, the drinkers' own eyesight, the smokingness of the room and the distance between two people.
A phenomenon which has caught out millions of people over the years, the beer goggles effect refers to how having too much to drink can make someone you find repulsive suddenly exude all the charms and allure of a supermodel.
While getting intimate with the person may seem like a good idea at the time, it's only the morning after when you realise that the Angelina Jolie superbabe you hooked up with the night before actually resembles Margaret Thatcher in the cold harsh light of day.
And while many of us have worn beer goggles over the years, no-one has ever worked out exactly why alcohol has this strange effect on our judgment.
Until now.

"The beer goggles effect isn't solely dependent on how much alcohol a person consumes, there are other influencing factors at play too," said Professor Nathan Efron, Professor of Clinical Optometry. Amazingly, scientists now believe you don't even need to have had an alcoholic drink to suffer from the beer goggles effect.
"The formula shows for example, that a person with poor vision who's talking to someone in a very smoky bar will be experiencing a beer goggles effect close to someone who has consumed eight pints in a smoke-free and well-lit room."
The formula can work out a final score to measure the effect.


A score of less than 1 means no beer goggle effect - an ugly person remains ugly.


A score of 1-50 means a slight beer goggle effect - making a person you would normally find very unattractive slightly less "visually offensive".


A moderate beer goggle effect is indicated by a score of between 50-100- a person who is by no means appealing becomes suddenly sexually attractive.


A score of more than 100 indicates a severe beer goggle effect - the "fugly" you were talking to an hour ago now looks like Kylie Minogue or George Clooney.


For example, someone with normal vision who has drunk five pints of beer and see someone 1.5 metres away in a fairly smoky and poorly lit room will score 55, which means that they would suffer from a moderate beer goggle effect.
Increasing beer consumption to eight pints (2.8 litres) increases that score of 140, leading to a severe beer goggle effect.''

Svo er maður búin að fara á tónleika með Emilíönnu Torrini hér í Perth, var þetta hin ágætasta skemmtun og var maður stoltur að vera íslenskur það kvöld. Svo er ég byrjuð að vinna á Ascott Racecourse, sem er skeiðvöllur þar sem ástralarnir dressa sig upp, drekka sig fulla og gambla. Með fyndnustu vinnum sem ég hef unnið í.

Átti skemmtilegar umræður í dag um yfirtöku Indverja yfir heiminum við Sameeru vinkonu mína. Þar sem Indverjar eru komnir yfir billjarðinn fyrir nokkru þá styttist í að þeir fari að taka yfir heiminum. Þá verða ekki lengur hvítar eða svartar manneskjur, það verða allir bara beige.

Cheers mates

fimmtudagur, desember 01, 2005

Huggulegheit út í eitt

Þetta er nýjasta áhugamál mitt, ætla ég að æfa mig mikið og verða ótrúlega góð í þessu sporti. Ég er enn að þjálfa mig í að hætta að hugsa um hákarla og einbeita mér að öldunum. Því þó það séu engir hákarlar á ferð þá þarf ég samt að vera að berjast fyrir lífi mínu. Þar sem ég er nú sannur íslendingur og ekki vön því að vera að svamla í sjónum, finnst mér nógu erfitt að reyna að halda mér lifandi í ölduganginum. Svo er við það að bæta einhverjum straumum sem eru í sjónum hér. Ég spurði nú surf "kennararann" minn hann Todd hvað ég ætti nú að gera ef ég lenti í svona straumi. Þá var svarið bara "Dont panick " punktur . Það er víst þannig að ef maður lendir í svona straumi þá ber hann mann út á haf og þú getur ekkert gert í því, sama hversu sterkur sundmaður þú ert. En þegar að þú ert komin á nógu mikið dýpi, þá minnkar straumurinn og þá á maður bara að vera kjurr og veifa höndunum og VONA að lífvörðurinn sjái þig svo hann geti komið á bát og sótt þig. Er ekki nóg að hafa hákarla og ýmsa og eitraða fiska í sjónum, heldur þarf að bæta við straumum líka. En ég ætla ekki að gefast upp og halda áfram að lifa á brúninni.
Annars hefur fjöldi íslendinga í Perth fækkað um helming eftir að Fjóla, Helga, Óli og svo auðvitað Canónan sjálf eru öll farin til Íslands. En hún mun hækka örlítið aftur eftir viku þegar gamla settið mitt lendir í Perth. Þá munum við fjölskyldan skella okkur í 7 metra langan húsbíl og bruna um hluta af vestur Ástralíu, já ég segi hluta, því vestur Ástralía er svo stór að þó við munum ferðast í viku, þá munum við aðeins ná að skoða lítinn part. Ég hlakka mikið til að sitja í húsbílagarði fyrir utan húsbílinn, sólbrunninn með kaldan Crown lager í einni og grillaða stórrækju í hinni. Þetta verður huggulegt.
Cheers mates