Cyclone og róður
Ógeðis Cyclonar hafa herjað á norðurhluta austurstrandar Ástralíu og lagt allt í rúst þar. En Cyclon er hvirfilbilur sem snýst í öfuga átt en hvirfilbilir þarna upp frá á hnettinum. Nú er allt í flóðum þarna og allt morandi í krókódílum og snákum, sem cyclonarnir eru búnir að tuska til svo þeir eru hræddir, svangir og árásargjarnir. Pant ekki fara til Quensland núna.
Annars var mín ástkæra systir að keppa í róðri síðustu helgi. Liðið hennar, Naglfar, stóð sig eins og hetja og var bara nokkuð ofarlega held ég. Var ég mjög stolt af þeim þar sem ég sat á bakkanum í svitakófi, þar sem það var 35 stiga hiti og sól, og þau þarna útí að hamast við að róa. Eftir keppnina var svo legið í skugga undir tré og sötrað kampavín. Ótrúlegt hvað Áströlum tekst alltaf að koma áfengi að í öllum tilefnum, meira að segja alvarlegum íþróttaatburðum.
Annars fórum við á Curtin Idol keppni uppi í skólanum hans Grétars í gær. Vinkona Grétars var að keppa og var þetta einn stærsti bjánahrollur sem ég hef fengið lengi. Ég er bara enn með hrollinn í mér, en kannski er það af því að það hefur kólnað hér um 17 gráður á tveimur dögum. Það var aðeins 20 stiga hiti í gær og fannst íslendingnum ansi kalt og fór í sokka í fyrsta skipti í langan tíma. En sem betur fer þá á að hlýna aftur á næstu dögum.
Cheers mates