Qatar
Bara nokkrar myndir frá Qatar svona til gamans. Á fyrstu mynd má sjá Hazzam vin okkar sem við hittum á markaðnum og keyrði svo með okkur um Qatar og sagði okkur sögur á bak við staðina. Mynd númer tvö er frá Líbönskum veitingastað þar sem við fengum bara okkar eigið herbergi til að borða í. Þriðja er frá markaðinum góða, fjórða af mér og Óla vel sveittum að leita að sundlaug til að kæla okkur niður. Á síðustu myndinni erum við á kaffihúsi þar sem við horfðum á HM leik og drukkum límonaði og reyktum epla tóbak. Voða góð ferð og mæli ég eindregið með Doha í Qatar.
Annars er hér allt komið aftur í Áströlsku rútínuna eftir langt og gott vetrarfrí. Derby leikur í dag þar sem West Coast Eagles skít töpuðu fyrir Freo Dockers. Sunnudagar fara í að vera footballers wife og sólbrenna á áhorfenda bekknum (fyrsti sóbruninn eftir veturinn, en ábyggilega ekki sá síðasti) á meðan Grétar svitnar á vellinum að spila fyrir Perth International. Við Óli erum búin að skella okkur í smá surf session eftir veturinn og er sjórinn enn dálítið kaldur en maður lætur sig hafa það í blautgallanum. Það er allavega minna um hákarla núna þegar sjórinn er svona kaldur, sem er alltaf gott.
Ég er svo loksins orðin lögleg á vinnumarkaðnum þar sem ég er loksins búin að fá vinnuleyfið eftir marga tíma í að rífa mig hjá DIMIA, svo nú get ég verið róleg og hætt að óttast um að enda í detention centre. Svo tókst mér að fá skattinn á mitt band eftir að ég gerði skattaskýrsluna mína vitlausa og var rukkuð um háar fjárhæðir og fæ endurgreiddan þann skatt sem ég borgaði á síðasta misseri, hjúkk hjúkk.
En jæja meira er það ekki í þetta sinn, veriði sæl.