Trinadown under

laugardagur, september 23, 2006

Útskriftin




Já já þá er maður bara orðin sálfræðingur og loksins fékk ég að klæðast búningnum og hettunni (ekki beltið þetta skiptið). Útskriftin var bara ágætlega skemmtileg og leið mér eins og superstjörnu þegar allir í salnum voru beðnir um að standa upp og klappa fyrir okkur á meðan við útskriftar nemar sátum. Útskriftin var í Perth Concert Hall svo það var fólk uppi á tvennum svölum allan hringinn í kringum okkur að klappa og hrópa fyrir okkur.
Eftir athöfnina var svo farið á Moon Cafe og fengið sér ís, okkur til mikilla vonbrigða var ekki hægt að fá besta bananasplit í heimi, helvítis Cyclonar eiðilögðu banauppskeruna í sumar svo nú þarf maður að borga nýra fyrir einn banana. En við létum það ekki á okkur fá og fengum okkur bara 2 dollara hvítvín.
Kveðjur frá sálfræðingnum og PR gosmenninu í bananalausa lýðveldinu.

sunnudagur, september 17, 2006

Freo Freo Freo





Fórum á Freo Dockers-Melbourne Demons það voru 42 505 manns á leiknum og var hann ekkert smá spennandi frá byrjun til enda. Það suðaði í eyrunum á mér eftir leikinn enda voru held ég bara allir þessir 42 505 manns öskrandi næstum allan leikinn. Var þetta líka sögulegur leikur þar sem Freo Dockers hafa aldrei komist svona langt. Fannst okkur mjög fyndið að það voru helmingi fleiri á þessum eina leik en búa á eyjunni sem Kristian og Katrine eru frá í Noregi. West Coast Eagles unnu svo sinn leik daginn eftir og eru því bæði liðin frá Vestur ströndinni komin áfram svo ég verð að fara að kaupa mér einhverja boli eða trefla til að styðja mín menn. Verst að Freo búiningarnir eru fjólubláir og læt ekki sjá mig í fjólubláu.
Annars eru sumir bara að fara útskrifast í Þriðjudaginn og fæ ég að klæðast svona Harry Potter búningi við athöfnina. En mun fjalla meira um það síðar svo veriði sæl.

mánudagur, september 04, 2006

Steve Irwin 1962-2006






Það er mikil sorg yfir Ástralíu í dag þar sem að hetjan okkar Steve Irwin, Croc hunter lést í morgun. Hann var að mynda heimildamynd í Queensland þegar hann var stungin af stingray (stór skata). Finnst öllum þetta ótrúlegt þar sem Steve var á hverjum degi í kringum miklu hættulegri dýr en stingray og deyr svo bara, en talið er að stingrayinn hafi stungið hann í hjartað því hann lést eiginlega samstundis. Steve var að synda fyrir ofan stingrayinn og myndatökumaðurinn var fyrir framan hana þegar hún skyndilega fór í árásarham og halinn á henni stakst beint í hjartað á Steve. Terry (ameríska konan hans) var ábyggilega síðust að frétta þetta þar sem hún var á fjallgöngu í Tasmaniu þegar þetta gerðist. Þetta er sannkallað "freak" slys og er lögreglan að skoða myndbandið af þessu. Við hér Little Brown höfum verið miklir aðdáendur heimildamynda Steves eftir að við fluttum hingað og er því mikil sorg í dag hér á Little Brown.