Trinadown under

miðvikudagur, mars 28, 2007

Engisprettu faraldur í Perth

Ég held að það sé að skella á engisprettufaraldur hér í Perth, var að elda um daginn með opinn gluggan og þá kíkti þessi elska á skurðbrettið hjá mér. Svo lá ég sofandi um daginn með alla glugga opna, taldi það óhullt þar sem ég er á annarri hæð. Vaknað við að eitthvað var á handleggnum á mér, greip utan um eitthvað stórt og mjúkt. Panikkaði auðvitað og nellti þessu stóra og loðna út í vegg stökk á fætur og kveikti ljósið, þá var dauðhrædd engispretta upp við veggin. Ég er búin að vera að kvarta yfir því að þurfa að sofa ein, en þetta er nú óþarfi.
Bíð eftir að vakna með possum að spúna mig næst.

Annars er veturinn að fara að skella á, fór í sokka í fyrsta skipti í langan tíma í Ástralíu um daginn. Það er nú samt alltaf sól en bara aðeins kaldara. Finnst pínku kósi bara að fá smá kulda og kúra mig fyrir framan sjónvarpið með herbergisfélögunum undir teppi.







laugardagur, mars 24, 2007

Hættuleg meiðsli

Já hér gengur allt sinn vanagang. Maður er komin í rútínu, sem samanstendur af því að læra og læra svo meira og læra svo og læra alla virka daga. Um helgar reyni ég svo að taka mér smá frí. Á sunnudögum förum við Trixie á grænmetismarkaðinn og byrgjum okkur upp af grænmeti og ávöxtum. Við höfum yfirleitt pókerkvöld einu sinni í viku þar sem vanalega gengið mætir og spilar.
Svo kíkir maður nú stundum aðeins á barinn, í útibíó, ströndina eða surfar.
En ég er í banni frá sjó og á í bili. Varð svo agalega hress á St. Patricks day þar sem við gengið fórum á Írskan bar, öll í grænu og drukkum aðeins of marga Guiness. Ég fór svo að pissa öllum þessum Guiness og tókst að skera mig á járndótinu sem heldur klósettpappírnum. Það ætlaði aldrei að hætta að blæða og ég endaði kvöldið með puttan vafinn í pappír og plástur sem ég fékk á barnum, alblóðug á dansgólfinu. Daginn eftir kíkti svo Peter "læknir" á puttann og sagði að ég yrði að fara til læknis því hann gæti næstum séð niður í bein á puttanum. Svo ég eyddi sunnudeginum uppi á spítala, puttinn var límdur saman og ég þurfti að fá sprautu við T- einhverju sem ég man ekkert hvað heitir, en hlýtur að vera voða hættulegt. Ég vorkenndi mér rosalega mikið þar sem ég á engan kærasta til að væla í. Svo ég vældi bara í Peter og Maxim sem eru eiginlega orðnir staðgengils kærastar mínir þar til ég og Grétar verðum sameinuð á ný. En ég má sem sagt ekki fara í sjóinn eða ána á meðan að puttinn er að gróa. Svo ég varð að gefa upp Wind surf kennsluna mína um óráðin tíma.
Ég er svo byrjuð í Jóga á ný og ætla mér aldeilis að koma mér í gott form. Maður verður að lúkka svo vel hér niðurfrá þar sem maður getur eiginlega ekki klæðst neinum fötum hér vegna veðurs.
Ég held annars að tölvan mín sé komin með vírus, svo ég get ekki sett inn myndir. Er að reyna að laga það, svo vonandi get ég sett inn myndir næst.

mánudagur, mars 12, 2007

Lífið í Ástralíu

Já lífið heldur sinn vanagang hér downunder og veit ég því eiginlega ekki hvað skal blogga um.

Er byrjuð að læra á seglbretti, er svo heppin að sambýlismennir mínir eru seglbretta kennarar svo ég fæ fría kennslu. Gekk ekkert rosalega vel í byrjun þar sem ég var svo stressuð að geta ekki stoppað og enda í asíu. Svo er áin full af marglittum og öðrum undarlegur dýrum sem strjúkast við mig svo ég er mikið í því að panikka þegar ég á að vera að einbeita mér að öðru. En Peter er mjög þolinmóður kennari svo þetta gengur bara vel.


Annars er ég mest megnis í skólanum eða heima að læra. Gef mér þó alltaf tíma til að grilla steikur og stórrækjur, drekka bjór og spila póker. Perth Póker félagið hefur hafið starfsemi sína á ný og stefnir í hörku póker keppni. Svo er ég komin með surf bretti sem ég er að passa svo ég get notað það eins og ég vil, svo nú fer maður á fullt í það.
Er byrjuð að vinna sem aðstoðar rannsóknar kona fyrir Paul Bain supervisorinn minn frá því í fyrra. Sem þýðir einfaldlega ógurlega mikið af gagnasöfnun og SPSS vinnslu.

Við skelltum okkur svo í útibíó sambýlisfólkið + einn frakki, þar sem sumarið á víst að vera að enda eru úti bíóin að loka.


Ég henti svo inn einni mynd hér sem ég tók í einni af "kraftgönguferðunum" mínum. Ég er með ógurlega snáka phobiu og leist því ekki á blikuna þegar ég sá þetta skilti, og takið eftir hvað stendur neðst í hægra horninu, City of Nedlands og hvar bý ég ..........Nedlands!!!! Ekki gott hverfi að hafa flutt í kannski eftir allt saman.





laugardagur, mars 03, 2007

Komin heim




Þá er maður loksins fluttur inn á nýja heimilið. Bý með Peter og Trixie og Tom sem býr hér reyndar bara í tvær vikur í viðbót, svo er hann farinn til Hawai að surfa.

Var svo heppinn að fá að búa hjá Helgu, Ben og Orra í tvær vikur, en gott er að geta tekið upp úr töskum og kössum.
Nú er maður aldeilis búin að öpgreita sig og kominn í fínt hverfi á nýjan bíl. Búum í huggulegu húsi í Nedlands, sem er dáldið fínt hverfi og huggulegt og ég búin að kaupa nýjan pæjubíl.
Hef ég tekið sérstaklega eftir því hvað allt er miklu meira lifandi hér í en í gamlavöruhúsinu. Miklu fleiri pöddur, fuglar og einhverjar skrítnar verur hér. Í garðinum okkar búa possums í trjánum sem koma bara út á nóttunni. Ef við sitjum úti í garði á kvöldin að fá okkur einn kaldan, hanga þær uppi í tré og njósna um okkur. Þetta er bara nokkuð huggulegt að hafa svona gæludýr, en það þyrfti að kenna þeim að nota klósett. Þær eru líka góð gestaþraut, það var grillveisla hér í gærkveldi og var mikið stuð að leita að þeim í trjánum.
Annars er skólinn komin á fullt, næsta mánudag koma leikarar í tíma og eigum við að leika sálfræðingin og þeir skjólstæðing, og þetta þurfum við að gera fyrir framan alla. Littli útlendingurinn er auðvitað mjög skelkaður og sérstaklega þar sem búið er að spá 36 stiga hita og það er engin kæling í stofunni. Þar með þýðir þetta bara ælu og dauða fyrir mig.
Því segji ég Bless