Engisprettu faraldur í Perth
Ég held að það sé að skella á engisprettufaraldur hér í Perth, var að elda um daginn með opinn gluggan og þá kíkti þessi elska á skurðbrettið hjá mér. Svo lá ég sofandi um daginn með alla glugga opna, taldi það óhullt þar sem ég er á annarri hæð. Vaknað við að eitthvað var á handleggnum á mér, greip utan um eitthvað stórt og mjúkt. Panikkaði auðvitað og nellti þessu stóra og loðna út í vegg stökk á fætur og kveikti ljósið, þá var dauðhrædd engispretta upp við veggin. Ég er búin að vera að kvarta yfir því að þurfa að sofa ein, en þetta er nú óþarfi.
Bíð eftir að vakna með possum að spúna mig næst.
Annars er veturinn að fara að skella á, fór í sokka í fyrsta skipti í langan tíma í Ástralíu um daginn. Það er nú samt alltaf sól en bara aðeins kaldara. Finnst pínku kósi bara að fá smá kulda og kúra mig fyrir framan sjónvarpið með herbergisfélögunum undir teppi.
Bíð eftir að vakna með possum að spúna mig næst.
Annars er veturinn að fara að skella á, fór í sokka í fyrsta skipti í langan tíma í Ástralíu um daginn. Það er nú samt alltaf sól en bara aðeins kaldara. Finnst pínku kósi bara að fá smá kulda og kúra mig fyrir framan sjónvarpið með herbergisfélögunum undir teppi.