Klukk
1. Ég er með fóbíu fyrir útrunnum matarvörum. Kíki alltaf á síðasta neysludag áður en ég borða eitthvað. Get ekki fyrir mitt litla líf borðað útrunninn mat.
2. Ég tek aldrei fremstu vöruna í hillunni í búð. Veit ekki alveg ástæðuna fyrir þessu, kannski vegna þess að það er búið að káfa svo mikið á vörunni. Eða af því að ég veit að starfsfólk í búðum setur alltaf elstu vöruna fremst og nýjustu aftast. Svo frétti ég líka af rassamanninum í Bónus á Laugarveginum, passa mig því extra vel þar.
3. Ég er með fóbíu fyrir snákum. Get ekki komið við leikfanga snáka og á erfitt með að vera í sama herbergi og gervisnákar. Svitna og fæ hraðan hjartslátt ef ég sé mynd af snák í bókum.
4. Alltaf þegar ég fer í sturtu set ég á ískalt vatn í nokkrar sekúndur áður en ég slekk á sturtunni. Veit ekki heldur ástæðuna fyrir þessu. Líklega til að koma blóðrásinni af stað.
5. Ég er tilboðsfíkill. Fæ sæluhroll um mig ef ég kaupi eitthvað á góðum díl. Ef ég sé eitthvað á tilboði verð ég að kaupa það, þó svo ég hafi engin not fyrir vöruna. Ég get bara ekki látið svona gott tilboð fram hjá mér fara. Ég held ég hafi erft þetta frá föður mínum. Þar sem hann er þekktur sem Tilboðs Kristján.
Jæja þá klukka ég alla þá sem hafa ekki verið klukkaðir. Klukk!!!
Cheers