Trinadown under

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Drami Drami Drami

Ég hélt í alvöru að þegar ég myndi flytja til Ástralíu myndi ég eiga drama minna líf þar sem ég væri fjarri drama vinum og drama fjölskyldu. En síðustu 2 ár hér í Ástralíu hafa líklega verið þau dramatískustu í lífi mínu. Draminn á Íslandi hefur verið í hámarki með fyrirbura fæðingum, krabbameinum, dauðsföllum, sambandsslitum og þess háttar. Hér í Ástralíu hefur þetta hins vega ekki verið neitt mikið skárra, með fyrirbura fæðingu, ósætti milli vina minna þar sem ég hef auðvitað sett sjálfa mig í sáttasemjara hlutverkið, sambandsdrama, aðskilnaði frá ástmanni mínum og nú manns hvarfa.
Á Laugardag ákvað ég að opna ekki bók, þar sem ég geri lítið þessa dagana nema að læra. Byrjaði daginn á þvi að fara á ströndina og surfa, átti þetta að vera almennilegur surfdagur með góðum öldum samkvæmt alvöru sörfurunum. Mér fannst þetta heldur til of miklar öldur og straumur og eyddi tveimur tímum í að hendast til eins og tuska í þvottavél í sjónum.
Fór svo til Sameeru í snyrtivörukynningu þar sem við lágum út af nokkrar konur og létum stjana við okkur með ýmsum kremum, möskum og þess háttar konu dóti.
Fór svo heim í sturtu og tók á móti gestum í kokteil partý. Var orðin nokkuð hress á dansgólfinu eftir nokkra létta kokteila, þegar draminn skall á í 2 tíma trúnó og það rann af mér á nóinu.
Pabbi Andrew er týndur úti á hafsjó í Queensland. Foreldrar Andrews keyptu sér bát til að sigla á um heiminn á eftirlauna árunum og fóru Hr. Batten, nágranni hans og bróðir nágrannans til Queensland að sækja bátinn og sigla honum heim til Perth. Annan daginn á sjó fannst báturinn á reki með vélina í gangi, kveikt á tölvunum um borð, símum og veski, og lagt á borð fyrir mat en engin maður um borð! Eftir viku leit var hætt við leitina en hún hófst svo aftur 2 dögum seinna þar sem ef þeir eru dánir þá fara líkin að fljóta upp á yfirborðið. Svo síðustu dagar hafa verið ansi dramatískir þar sem Andrew hefur hangið mikið hér í húsinu og við lagt okkur öll fram við að dreifa huganum hans með ýmsum skemmtunum og ansi mörgum trúnóum.
Svo í dag er dramatískasti dagur ársins í Ástralíu Anzac day og maður átti víst að vakna klukkan fimm í morgun til að mæta á einhverja athöfn og skrúðgöngu en dramadrottningin ákvað að sofa út þess í stað.
Ég held ég verði bara að sætta mig við að ég er DRAMADROTTNING og sætta mig við að draminn eltir mig hvert sem ég mun fara.

sunnudagur, apríl 15, 2007

Enn ein hættan

Er loksins búin að kaupa mér blautbúning þar sem veturinn er að skella á og maður geti haldið áfram að surfa. Er aðeins farin að vera rólegri yfir hákörlum þegar enn einni hættunni er skvett í andlitið á manni. Ég vissi ekki að sæljónin væru eitthvað hættuleg en svo virðist víst vera.

13 ára stelpa var á surfbretti sem var dregið af bát í Lancelin um daginn, þegar 300 kg sæljón stökk upp og beit stelpuna á háls. Stelpan datt af brettinu og maðurinn sem stjórnaði bátnum sá hvað gerðist og snéri við til að sækja stelpuna. Þegar hann er að stefna að stelpunni sér hann sæljónið stinga hausnum upp úr sjónum að leita að stelpunni og leggst svo til atlögu aftur. Maðurinn í bátnum rétt náði að kippa stelpunni upp í bátinn áður en sæljónið náði til hennar aftur. Stelpa kjálkabrotnaði, missti 3 tennur og fékk stóran skurð á hálsinn rétt ofan við hálsslagæðina. Eins gott að hálsslagæðin rifnaði ekki því þá hefðu ábyggilega hákarlar mætt á svæðið líka til að taka þátt í stuðinu.
Svo nú hef ég enn eitt til að vera að pissa á mig yfir þegar ég fer í sjóinn. Annars var verið að rannsaka afhverju hákarlar ráðast á surfera og er talið að pissið þeirra sé eitthvað sem hákarlanir eru sólgnir í. Surferar pissa mikið í blautgallan sína þar sem það er ómögulegt að vera að hlaupa eitthvað á klósettið og sjúklega erfitt að fara úr eða í blautgallan þegar hann er orðin blautur. Einn suðurafríku surfari hefur lent í allnokkrum hákarlaárásum og er talið að hákarlarnir séu sjúkir í hann vegna þess að hann er með slæma blöðru og sífellt pissandi í blautgallan. Eitt er víst að ég ætla bara að halda í mér og sleppa því að pissa í nýja gallan minn.
Jæja Áslaug nú hefurðu fengið enn eina ljótu söguna.

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Skamm Simmó

Nú þegar veturinn er að skella á gengur flensu faraldur um Perth, meira að segja krókódílarnir eru farnir að leggjast í flensu. Þessi krókódíll fékk slæma flensu og þegar dýralæknirinn ætlaði að gefa honum flensu sprautu beit krókódíllinn hendina af greyi lækninum.
Greyi krókódíllin náði aldrei að jafna sig á flensunni því hann var drepinn til að ná hendinni og sauma hana aftur á dýralæknin. Best að róa skapið aðeins í flensunni til að halda lífi.




Átti annars dýrlega páska með húsið út af fyrir mig og því þurfti ég ekki að deila íslenska páskaegginu og draumunum með neinum. Málshátturinn hefði þó mátt vera aðeins fallegri þar sem eggið var frá mínum heittelskaða en svona hljóðaði hann " Ekki er svo fögur eik hún fölni ekki um síðir" Svo þurfti ég ekkert að elda þar sem allir vorkenndu útlendingnum að vera ein um páskana svo mér var alltaf boðið í mat.

Fór í grillveislu, eftir 4 tíma svefn haldinn slæmri þynnku í Rockinham þar sem ég hitti nokkra "íslendinga", fékk sjúklega gott kjöt svo þynnkan rauk úr manni á nóinu. Fyndið að hitta Íslendinga með ástralskan hreim og finnst mér skrítið hvernig þau geta flutt svona burt frá Íslandi og aldrei eða kannski örsjaldan farið aftur til Íslands. Engin þeirra getur hugsað sér að flytja aftur til Íslands og líta eiginlega bara á sig sem ástrali. En gaman var að geta spjallað á íslensku og segja sögur frá Íslandi, (þau vissu varla hver væri forseti Íslands).

En nú eru strákarnir komnir aftur heim, það var engin vindur lengur svo þeir komu heim fyrr svo nú verð ég að klæða mig í föt og vera dönnuð á ný. En ágætt að þeir komu til að týna upp allar pöddurnar sem liggja undir glösum út um öll gólf, var farin að vanta glös til að drekka úr.


fimmtudagur, apríl 05, 2007

Home alone

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Grétar, hann á afmæli í dag.
Já Grétar á afmæli í dag þessi elska. Hringdi í hann þegar ég vaknaði og var hann þá blekaður í strákageim gaman að vera tvítugur og snilldar Australia Post kom pakkanum til hans á sjálfan afmælisdaginn.


En hér í Ástralíu er annars það að frétta að ég verð bráðum alein heima. Tom og Peter fóru norður eftir í morgun og verða þar í rassgati á strönd að seglbrettast í 10 daga. Ég tók niður númerin hjá mæðrum þeirra ef ske kynni að þeir kæmu ekki til baka og ég þyrfti að láta þær vita að þeir væru í hákarla eða krókódílakjafti. Svo fer Trixie til Adelaide á morgun, svo ég verð ein heima. Ég ætlaði sjálf til Melbourne að heimsækja son minn en varð að hætta við sökum anna í skólanum. Strax eftir páskafrí, þarf ég að skila video spólu með sjálfri mér að útskýra fyrir foreldri að barn þeirra er með OCD, þarf að vera með 40 mínútna presentation um Barna phobiur fyrir framan 20 manns og taka á móti fyrsta fullorðins skjólstæðingnum mínum allt á sama deginum!!!

Svo ég ætla að sitja hér á brókinni alla páskana og læra og læra og læra. Það er aftur orðið funheitt yfir 30 stig svo þessi vetur virðist ekkert vera á leiðinni og sokkarnir eru aftur komnir inn í skáp.

En páskarnir verða ekki bara vinna og ekkert fjör, er að fara í innflutnings partý til Andrew, grillveislu í Rockingham hjá Guðrúnu Ósk (stelpa sem flutti hingað þegar hún var 13 ára og tala íslensku með áströlskum hreim), og indverska danshátíð.


En hér koma nokkrar myndir af grillveislu sem við héldum óvænt á sunnudag og grilluðum allt sem við fundum í ísskápnum. Partýið endaði á því að húsgögn voru sett á hökur og enduðu svo í runnum. Maxim sýndi okkur leynda hæfileika með því að halda uppi mismunandi húsgögnum með hökunni og auðvitað urðum við hin að reyna líka.




Til hamingju með afmælið Grétar og Fjóla

Gleðilega páska allir saman.