miðvikudagur, apríl 25, 2007
sunnudagur, apríl 15, 2007
Enn ein hættan
13 ára stelpa var á surfbretti sem var dregið af bát í Lancelin um daginn, þegar 300 kg sæljón stökk upp og beit stelpuna á háls. Stelpan datt af brettinu og maðurinn sem stjórnaði bátnum sá hvað gerðist og snéri við til að sækja stelpuna. Þegar hann er að stefna að stelpunni sér hann sæljónið stinga hausnum upp úr sjónum að leita að stelpunni og leggst svo til atlögu aftur. Maðurinn í bátnum rétt náði að kippa stelpunni upp í bátinn áður en sæljónið náði til hennar aftur. Stelpa kjálkabrotnaði, missti 3 tennur og fékk stóran skurð á hálsinn rétt ofan við hálsslagæðina. Eins gott að hálsslagæðin rifnaði ekki því þá hefðu ábyggilega hákarlar mætt á svæðið líka til að taka þátt í stuðinu.
Svo nú hef ég enn eitt til að vera að pissa á mig yfir þegar ég fer í sjóinn. Annars var verið að rannsaka afhverju hákarlar ráðast á surfera og er talið að pissið þeirra sé eitthvað sem hákarlanir eru sólgnir í. Surferar pissa mikið í blautgallan sína þar sem það er ómögulegt að vera að hlaupa eitthvað á klósettið og sjúklega erfitt að fara úr eða í blautgallan þegar hann er orðin blautur. Einn suðurafríku surfari hefur lent í allnokkrum hákarlaárásum og er talið að hákarlarnir séu sjúkir í hann vegna þess að hann er með slæma blöðru og sífellt pissandi í blautgallan. Eitt er víst að ég ætla bara að halda í mér og sleppa því að pissa í nýja gallan minn.
Jæja Áslaug nú hefurðu fengið enn eina ljótu söguna.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Skamm Simmó
Greyi krókódíllin náði aldrei að jafna sig á flensunni því hann var drepinn til að ná hendinni og sauma hana aftur á dýralæknin. Best að róa skapið aðeins í flensunni til að halda lífi.
Átti annars dýrlega páska með húsið út af fyrir mig og því þurfti ég ekki að deila íslenska páskaegginu og draumunum með neinum. Málshátturinn hefði þó mátt vera aðeins fallegri þar sem eggið var frá mínum heittelskaða en svona hljóðaði hann " Ekki er svo fögur eik hún fölni ekki um síðir" Svo þurfti ég ekkert að elda þar sem allir vorkenndu útlendingnum að vera ein um páskana svo mér var alltaf boðið í mat.
Fór í grillveislu, eftir 4 tíma svefn haldinn slæmri þynnku í Rockinham þar sem ég hitti nokkra "íslendinga", fékk sjúklega gott kjöt svo þynnkan rauk úr manni á nóinu. Fyndið að hitta Íslendinga með ástralskan hreim og finnst mér skrítið hvernig þau geta flutt svona burt frá Íslandi og aldrei eða kannski örsjaldan farið aftur til Íslands. Engin þeirra getur hugsað sér að flytja aftur til Íslands og líta eiginlega bara á sig sem ástrali. En gaman var að geta spjallað á íslensku og segja sögur frá Íslandi, (þau vissu varla hver væri forseti Íslands).
En nú eru strákarnir komnir aftur heim, það var engin vindur lengur svo þeir komu heim fyrr svo nú verð ég að klæða mig í föt og vera dönnuð á ný. En ágætt að þeir komu til að týna upp allar pöddurnar sem liggja undir glösum út um öll gólf, var farin að vanta glös til að drekka úr.
fimmtudagur, apríl 05, 2007
Home alone
Til hamingju með afmælið Grétar og Fjóla
Gleðilega páska allir saman.