Trinadown under

laugardagur, apríl 29, 2006

Ævintýri í Ástralíunni

















Maður veit aldrei við hverju maður á að búast í Ástralíunni. Það kemur stundum fyrir að ég fer út að "hlaupa" og þá hleyp ég yfirleitt með fram ánni sem liggur hér í gegnum hverfið sem ég bý í. Vanalega sé allskonar marglita páfagauka, svarta svani, pelikana, einhverja fugla sem ég veit ekki hvað heita og einu sinni sá ég rottu. En í gær voru öll met slegin. Um tuttugu metra út í á sá ég fjóra höfrunga (áin er sko frekar breið og er með saltvatni). Ég stoppaði um stund og fylgdist með þeim, svo þegar þeir fóru að synda niður ánna, hljóp ég meðfram ánni sömu leið. Þegar ég kom að bryggjunni sem er við endann á sýkinu sem er rétt hjá húsinu mínu, voru höfrungarnir bara um 5 - 6 metra frá mér. Svo ég settist niður á bryggjuna, lét fæturnar lafa fram af og fylgdist með þeim. Allt í einu fóru að þeira að synda í áttina að mér og einn þeirra synti beint undir fæturnar á mér. Svo synti hann meðfram bryggjunni og ég gekk meðfram líka og hann snéri sér öðruhvoru á hliðina og horfði á mig. Hinir höfrungarnir voru um meter frá mér að borða og leika sér. Eftir dágóða stund syntu þeir svo allir í burtu og ég stóð eftir gapandi. Hinum megin við sýkið heyrði ég svo fólk vera að kalla á mig, hafði þá hópur að strákum séð hvað ég var nálægt höfrungunum og farið að fylgjast með. Ég stóð bara þarna dágóða stund agndofa og tók svo sprettinn heim til að segja öllum frá höfrungunum. Það eiga víst líka að vera bull sharks í ánni svo nú verð ég fara oftar út að hlaupa og skima eftir þeim.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ástralskar uppfinningar


Ja hérna hér, ekki vissi ég þegar ég flutti til Ástralíu að Ástralir væru svona klárir. Ástralir fundu upp penicillin, sprautur þar sem hægt er að draga nálina til baka eftir notkun, Köttinn Felix, Ugg skóna, boomerang, kuðung ígræðslu (bionic ear), The black box (flight recorder), Bensín sláttuvél (þessa sem allir eiga), Hills hoist (þvottasnúrur sem hægt er að leggja saman) prepaid postage, Kiwi skóáburð, kassalaga flugdrekann, vegemite, og auðvitað sjálfan Ute-inn.
Þetta finnst mér ótrúlegt miðað við að hér er allt
á hvolfi.




Hér er svo ein miður skemmtileg mynd sem sýnir afhverju ég er svona skíthrædd við snáka...... af því að þeir eru sturlaðir.

fimmtudagur, apríl 20, 2006






Íslendingafélagið hér í Perth hélt grill um páskana í einum garðinum hér í East Perth (hverfinu mínu). Það mættu um 12 íslendingar og svo nokkrir útlenskir íslendinga fylgjendur. Þetta var ógurlega huggulegt í 30 stiga hita og sól. Áslaug systir aka Martha Stewart, bjó til remúlaði fyrir gleðina og fögnuðu íslendingarnir mikið við að geta fengið sér eina með öllu!!

Eftir grillið fórum við Grétar, Óli og Tóta hífuð á Footie leik. Ástralskur fótbolti er mjög fyndin, hann er eiginlega eins og blanda af rúbbí, fótbolta og einhverju bulli. Reglurnar eru svo flóknar að ég held það kunni þær bara engin 100%. En það er gaman að horfa á þetta, leikmennirnir eru í stuttum þröngum stuttbuxum og þröngum hlýrabolum og það er mikið um ofbeldi. Svo eru gaurar í hvítum fötum sem hlaupa inn á með vatn handa leikmönnunum og hvísla að þeim skilaboð frá þjálfaranum sem er uppi í glerhúsi og talar í símann við hvíslarana allan tíman. Þetta er mjög undarlegt allt saman. En mínir menn unnu 139 - 89 og skoraði uppáhaldið mitt frumbygginn Sampi 3 mörk.

Annars er farið að kólna aftur í Perth og greinilegt að veturinn fer bráðum að skella á. Þá þarf maður nú að fara að pakka niður hotpants-unum :(
Cheers mates

mánudagur, apríl 10, 2006

Sigur-Rós




Sigur-Rós hélt tónleika á sunnudagskvöldið í Perth concerthall. Að sjálfsögðu mættu íslendingarnir í miklu stuði. Þetta voru magnaðir tónleikar og var ég með króníska gæsahúð og felldi smá tár þegar þeir spiluðu Viðrar vel til Loftárása. Eftir tónleikana stóðu allir upp og klöppuðu og öskruðu og fylltist ég þá miklu stolti. Svo hittum við Jónsa eftir tónleikana og var hann hinn hressasti, þó að hann hafi nú verið örlítið þreyttur þessi elska eftir strangt prógram.
Þetta voru án efa einu bestu tónleikar sem ég hef farið á og hef ég ekki meira um það að segja en, íslenskt já takk!

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Útskrift og afmæli



Nú er Fjóla orðin sálfræðingur. Við Áslaug og Helga fórum á útskriftina hennar á Þriðjudaginn og fylgdumst stoltar með okkar stúlku taka á móti skirteininu. Þar sem ég er að hugsa um að útskrifast frá Singapore var gaman að sjá hvernig athöfnin er í Murdoch og verð ég að segja að svona útskriftir eru nú ekki stuð, vona að Singapore búar hafi svolítið stuð hjá sér, kannski smá karókí eða eitthvað. Eftir útskriftina var svo skellt sér á Moon Bar og slafrað í sig ís yfir slúðri.
Annars verð ég að segja frá einu skemmtilegasta afmæli sem ég hef farið í. Nonní vinkona Grétars hélt upp á 26 ára afmælið sitt og skelltum við Grétar og Óli okkur í gleðina. Þegar við mættum á svæðið var skylda að ganga hringinn og kynna sig með handabandi fyrir öllum gestum. Má taka það fram að við vorum eiginlega vestræna fólkið þarna, gestirnir samanstóðu eiginlega mestmegnis af asíu búum, Írana og Íraka. Þar sem flestir voru múslimar var boðið upp á uppþvottalögs gos og veitingar frá hinum ýmsu heimshornum, og til að auðvelda manni að renna niður veitingunum var tafla upp á vegg með nafni og innihaldslýsingu á öllum réttunum. Hef ég aldrei verið í svona miklu stuð afmæli þar sem gestirnir syngja og dansa bláedrú. Það voru allir í rífandi stuði og endaði ballið með karókí. Allan tímann var ég með límt bros og krónískan bjána/gleði hroll. Þetta var dásamlegt.
Grétar átti svo 26 ára afmæli í gær og verður með afmælisparty með Fjólu sam-afmælis vinkonu um helgina.
Cheers mates

laugardagur, apríl 01, 2006

Við erum heppin


Við erum heppin við Grétar, við erum núna á síðustu dögum búin að fá tvo pakka frá Íslandi og í báðum voru Páskaegg!!!! Ég var búin að eyða miklum tíma í Woolworths hér um daginn að skoða þessi útlensku páskaegg og átti mjög erfitt með að velja, en nú þarf ég ekki að hugsa um það meir. Svo fengum við líka íslensk blöð svo nú getum við komið okkur inn í slúðrið áður en við förum heim. Já góðir gestir örninn lendir í júlí. Við komum heim í mánaðarheimsókn í júlí þar sem bróðir minn er að fara að gifta sig. Og verður þar með árið 2006 ár sumarsins fyrir mér, þar sem ég mun aðeins upplifa sumar það árið.

Annars er hér annar Cyclone farin af stað og er þessi að gera allt tryllt hér í Vestur Ástralíu. Við hér í Perth verðum þó ekki mikið var við hann, nema að við fáum smá rigningu, sem er nú bara kósí. Þetta sýnir nú bara hvað Ástralíu er ógeðslega stór, brjálaður Cyclone hér í Vestur Ástralíu og við verðum eiginlega ekki einu sinni var við hann. Smá dæmisaga um sem sýnir hvað Ástralía er stór. Í mai 1993 fóru jarðskjálftamælar sem mæla við kyrrhafið af stað og sýndu merki eins og að stór jarðskjálfti hafi átt sér stað í Great Victoria Desert í Vestur Ástralíu. Vörubílstjórar sem voru að keyra á þessum slóðum sögðust hafa séð blossa á himninum og smá titring. En Ástralir fundu enga skýringu á þessu atviki. Það var ekki hægt að sjá nein merki um jarðskjálfta og þessi sprenging var 170 sinnum kraftmeiri en námusprengingar í Vestur Ástralíu. Vísindamenn pældu í þessu í tvo til þrjá daga og svo var þetta gleymt. Svo árið 1995 leyddi rannsókn á sprengingu sem Aum Shinrikyo gerði í Tokyo, að Aum átti 500 000 hectara land í Vestur Ástralíu og hafði verið að gera tilraunir þar með kjarnorkusprengjur. Það er sem sagt hægt að sprengja hér kjarnorkusprengjur án þess að nokkur verði var við það. Þetta finnst mér magnað.

En að öðru, íslendingafélagið hér í Perth er orðið ansi virkt og verða bráðum 4 nýjir meðlimir skráðir. Erum við búin að finna 4 skiptinema hér í Perth svo nú eru félagarnir orðnir 12. Gleður þetta nýkjörinn formanninn (mig) mikið og held ég nú bara að það þurfi að fara að halda bráðum árshátíð eða eitthvað því um líkt.
Fleira er það ekki í dag
see ya mates